Um

STÖÐUGILDI

Sjá upplýsingar á ensku

VERKEFNI Í VINNSLU

 Nýlega kom út bókin Medieval Translations and Cultural Discourse: The Movement of Texts in England, France and ScandinaviaBókin var gefin út í Bretlandi og Bandaríkjunum í janúar á vegum akademíska forlagsins Boydell & Brewer. Umfjöllunarefni bókarinnar er meðal annars íslensk bókmenntahefð á fjórtándu öld, enskar og norrænar þýðingar á frönskum hetjuljóðum, ljóðsögum og riddarasögum, og menningartengsl milli Íslands, Noregs og Bretlands á síðmiðöldum.

Nítjándi tvíæringur Chaucer félagsins á Íslandi – IMG_5348Nýlega lauk stórri miðaldaráðstefnu sem haldin var við Háskóla Íslands í júlí 2014. Tvíæringur Chaucer félagsins (The Biennial Congress of the New Chaucer Society) er virt alþjóðleg ráðstefna sem jafnan hefur verið haldin í Bandaríkjunum og Bretlandi til skiptis en var nú haldin á Íslandi í fyrsta sinn. Háskólinn tók á móti yfir 500 erlendum gestum frá yfir 20 þjóðum, þar með talið gestir frá Evrópu, Bandaríkjunum, Tyrklandi, Suður-Ameríku, Kóreu, Japan og Ástralíu.
(Mynd: Sif Ríkharðsdóttir, Ástráður Eysteinsson, sviðsforseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, Alastair Minnis, prófessor við Yale háskólann og forseti Chaucer félagsins, og David Wallace, prófessor við Pennsylvania háskólann og fyrrverandi forseti félagsins)

Partonope of Blois – Ég er að að vinna að útgáfu miðaldatextans Partonope of Blois ásamt David Lawton, prófessor í enskum miðaldabókmenntum við Washington University í St. Louis, sem gefin verður út af Medieval Institute Publications í Bandaríkjunum í ritröðinni TEAMS Middle English Text Series.  Um er að ræða eina af vinsælli rómönsum miðalda sem barst um alla Evrópu, þar með talið til Íslands.  Textinn sem við erum að gefa út er á miðensku og eru flest handrit hans frá 15. öldinni.  Útgáfan er hluti af stærra verkefni um „Menningarstrauma á síðmiðöldum“ sem var styrkt af Rannsóknarsjóði RANNÍS.

Charlemagne in Norse and Celtic Worlds – Ég er að vinna að útgáfu af bindi um sagnaminnið um Karlamagnús innan norræns og keltnesks menningarheims i samvinnu við Helen Fulton, prófessor í enskum miðaldabókmenntum við háskólann í Bristol í Englandi. Verkefnið er tengt stærra rannsóknarverkefni um útbreiðslu sagnaminnisins um Karlamagnús yfir alla Evrópu og mun bókin koma út í ritröð um Karlamagnús í Evrópu sem gefin verður út í tengslum við  Bristol Studies in Medieval Cultures ritröðina hjá Boydell & Brewer.

Ómur tilfinninga í miðaldabókmenntum - Ég er í forsvari fyrir alþjóðlegt rannsóknarverkefni um tilfinningar í miðaldabókmenntum sem styrkt hefur verið af Rannsóknasjóði Íslands og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands.