Dr. Sigrún Júlíusdóttir er prófessor í félagsráðgjöf við félagsráðgjafardeild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Sigrún er stofnandi og formaður stjórnar Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild HÍ. Stofnaði og rekur meðferðarþjónustuna Tengsl.

Rannsóknasvið Sigrúnar er víðfemt og snýr að eftirfarandi:

  • Fjölskylduþróun og nánum samskiptum
  • Barna- og fjölskylduvernd
  • Rannsóknir og fagþróun í félagsráðgjöf ásamt faghandleiðslu

Sigrún býr að langri og fjölþættri starfsreynslu. Hún hefur m.a. unnið við barnavernd í Reykjavík 1968 og almenna félagsráðgjöf á sjúkrahúsi, félagsþjónustu, unglingageðdeild og við réttarfélagsráðgjöf hjá skilorðeftirliti Stokkhólms; yfirfélagsráðgjafi við Kleppsspítala/Geðdeild landspítalans 1972-1990. Auk þessa hefur Sigrún sinnt margvíslegum fræðslustörfum fyrir almenning og fagfólk, m.a. fyrir leik- og grunnskólakennara, og einnig fjölskyldumeðferð og handleiðslu ásamt kennslu í lengri námsleiðum við Endurmenntun HÍ. Sigrún var lektor við HÍ frá 1991 og prófessor frá 1994 við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands (hlutastarf 2011). Sigrún hefur verið ritstjóri Tímarits félagsráðgjafa frá 2008.

Sigrún stofnaði ásamt fleirum hjóna- og fjölskylduráðgjöfina Tengsl árið 1982. Þjónustan er einkarekin og Sigrún hefur löggilt starfs- og meðferðarréttindi með sérhæfingu í hjóna- og fjölskyldumeðferð ásamt handleiðslu. Sjá nánar ferilskrá/CV.

Hún hefur unnið að rannsóknum og ritað fjölda greina og bóka um fjölskyldumálefni og m.a. svarað spurningum á Vísindavef Háskóla Íslands og doktor.is. Sjá nánar Ritaskrá.