Skapgerð

Húsbóndi og stóri Dani í afslöppun. Ljósmynd: Sigrún Ólafsdóttir

Stóri Dani er einstakalega virðulegur hundur, jafn í skapi, húsbóndahollur og ljúfur og góður. Á ensku er jafnan talað um "The Gentle Giant" eða góðhjartaði risinn og það segir margt um skapgerð hans. Þegar hann hittir einhver í fyrsta skipti á hann það til að ýta í hann með rassinum og leggjast utan í hann. Þetta hræðir marga enda stór hundur en með þessu er hann bara að sýna blíðu.

Sökum þess hversu hændur hann verður að fjölskyldu sinni er varla hægt að hafa hann úti í garði einan því hann vill vera hjá sínum nánustu sem hann gerir allt til að vernda. Það koma stundir sem Daninn getur verið mjög þrjóskur, en ef þjálfun byrjar snemma ætti þetta ekki að vera mikið vandamál. Með þeirra blíða, dygga, og ástúðlega eðli og þolinmæði gagnvart börnum, gerir þá að frábærum fjölskylduhundum.

Stóri Dani þarf mikin aga fyrstu árin og hann getur hegðað sér eins og hvolpur í allt að þrjú ár. Þá tekur við besti tíminn og þá hlýðir hann öllu. Hann hættir að fíflast og stríða þér og er sem sagt orðinn fullorðinn. Þann tíma ber að nýta eins vel og hægt er því að um fögurra og hálfs árs aldurinn er hann að verða eldri borgari. Því miður eldast þeir hratt, haltu honum í formi og gerðu allt fyrir hann því hann á stutta ævi en meðal aldur þessar tegundar er aðeins um 7 ár.

Barngóður Stóri Dani
Ljósmynd: Sigrún Ólafsdóttir

Stóri Dani og börn að leik
Ljósmynd: Sigrún Ólafsdóttir

Heimildir

10 Surprising facts About the Great Dane

Michelle Welton. (2007). Great Dane Temperament, Personality, Behavior, Traits, and Characteristics. E-bók til sölu á Your Purebred Puppy