Um mig

Sólveig Anna Bóasdóttir

Prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands

Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík, Ísland

netfang: solanna@hi.is

sími: +00354 525 4089; 849 3338

Ég hóf störf sem fastur starfsmaður við Háskóla Íslands 1. september 2008 við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild. Ég kenni alla siðfræði við deildina en siðfræði skipar veigamikinn sess í guðfræðinámi. Fyrir utan grunnnámskeið í guðfræðilegri siðfræði kenni námskeið eins og t.d. umhverfis- og vistsiðfræði, femíníska siðfræði, siðfræði fjölskyldunnar og hjónabandsins, siðfræði lífs og dauða, siðfræði stríðs og friðar og siðfræði kynverundar. Í öllum þessum námskeiðum er leitast við að kynnast viðhorfum kristinna guðfræðinga og siðfræðinga, í sögu og samtíð, til þessara málefna.

Ég lauk doktorsprófi frá guðfræðideild Uppsalaháskóla árið 1998 með ritgerðinni "Violence, Power, and Justice. A Feminist Contribution to Christian Sexual Ethics". Leiðbeinendur mínir voru prófessor Carl-Henric Grenholm og prófessor Eva Lundgren. Efni doktorsritgerðarinnar gaf vísbendingu um komandi rannsóknir sem hafa einkum verið á sviði ofbeldis gegn konum og börnum, kenninga um vald, kenninga um réttlæti, ekki síst úr röðum femínískra fræðimanna. Doktorsrannsóknin var á sviði siðfræði kynverundar (sexual ethics) og síðari rannsóknir hafa verið það einnig. Á árunum 2003 - 2008 snerust rannsóknir mínar að veigamiklu leyti um hjónaband samkynhneigðra og réttlætingu þess meðal kristinna kirkna. Árið 2008 kom út bókin Ást, kynlíf og hjónaband (Salka forlag) sem var afrakstur rannsókna 5 ára þar á undan.

Rannsóknir mínar eru einkum á sviði kynlífssiðfræði, kristinnar siðfræði og femínískrar siðfræði. Um þessar mundir vinn ég einnig  við rannsóknarverkefni sem kallast God, climate change and global ethics.