Starfsferill

Á meðan á doktorsnáminu stóð 1993 - 1998 var ég aðstoðarkennari í siðfræði við guðfræðideild Uppsalaháskóla. Að loknu doktosprófi var ég ráðin sem lektor í siðfræði við sömu deild og kenndi í 2 1/2 ár. Fyrir utan siðfræði  kenndi ég einnig trúfræði og trúarheimspeki. Á árabilinu 2001 -2008 var ég sjálfstætt starfi fræðimaður við ReykjavíkurAkademíuna. Á sama tíma var ég stundakennari í siðfræði við guðfræði- og trúarbragðafræðideild H.í.

1. september 2008 var ég ráðinn lektor við sömu deild og  dósent árið eftir. Frá 1 júlí 2014 starfa ég sem prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild H.Í.