Skilgreiningar

Kynheilbrigði

Hugtakið kynheilbrigði nær bæði til kynlífsheilbrigðis (sexual health) og frjósemisheilbrigis (reproductive health). Kynheilbrigði er almenn líkamleg, andleg, félagsleg og tilfinningaleg vellíðan, en ekki aðeins að vera án sjúkdóma, í öllu er viðkemur kynlífi og æxlun.

Kynlífsheilbrigði (sexual health)

Kynlífsheilbrigði er stöðugt ferli sem felur í sér kynferðislega vellíðan á líkamlegu, andlegu, félagsmenningarlegu sviði. Kynlífsheilbrigði er það þegar hægt er á frjálsan og ábyrgan hátt að tjá kynferðislegar tilfinningar sem stuðla að persónulegri og félagslegri vellíðan, styrkir einstaklinginn og hans félagslega líf. Það er ekki eingöngu að vera laus undan sjúkdómum eða veikindum af einhverju tagi. Til að ná fram og viðhalda kynlífsheilbrigði er nauðsynlegt að viðurkenna og viðhalda kynlífsrétti fólks (Pan American Health Organization, WHO, 2000).

Frjósemisheilbrigði (reproductive health)

Frjósemisheilbrigði er líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan í öllu er viðkemur frjósemi og öllu ferli æxlunar en ekki eingöngu að vera laus undan sjúkdómum eða heilsubresti. Frjósemisheilbrigði felur það í sér að fólk sé fært um að eiga ánægjulegt og öruggt kynlíf og hafa möguleika á því að eignast barn og frjálsræði til að ákveða hvort, hvenær og hversu oft skuli farið út í barneign. Innifalið í síðasta atriðinu felst réttur karla og kvenna til að fá upplýsingar og hafa aðgang að öruggum, áreiðanlegum, fjárhagslega viðráðanlegum og viðsættanlegum getnaðarvörnum og öðrum aðferður að þeirra vali til að stjórna frjóseminni og sem er ekki andstætt ríkjandi lögum. Jafnframt er réttur fólks til að hafa aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu sem geri konum það m.a. kleift að ganga örugglega í gegnum þungun og fæðingu og gefur pörum besta möguleika að eignast heilbrigt barn.

(Byggt á Kaírósáttmálanum 1994 og WHO, 2001)

Réttur til kynlífsheilbrigðis (sexual rights)

Réttur til frjálsræðis í kynlífi (The right to sexual freedom)
Réttur til sjálfstjórnar, heilinda, og líkamlegs öryggis í kynlífi (The right to sexual autonomy, sexual integrity and safety of the sexual body)
Réttur til einkalífs í kynlífi (The right to sexual privacy)
Réttur til að njóta réttlætis í kynlífi (The right to sexual equity)
Réttur til að njóta kynlífs (Right to sexual pleasure)
Réttur til að tjá kynferðislegar tilfinningar (The right to emotional sexual expression)
Réttur til að tengjast öðrum á eigin forsendum (The right to sexually associate freely)
Réttur til að taka óþvingaðar og ábyrgar ákvarðanir um barneignir og takmörkun þeirra (The right to make free and responsible reproductive choices)
Réttur til kynfræðslu sem byggist á vísindalegum grunni (The right to sexual information based upon scientific inquiry)
Réttur til alhliða kynfræðslu (The right to comprehensive sexuality education)
Réttur til kynheilbrigðisþjónustu (The right to sexual health care)

( WAS, 2008)