Bækur

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -    2020   - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

The Varangians - In God´s Holy Fire

Hér er fjallað um sögu norrænna manna í Austurvegi, allt frá því að þeir voru fyrst nefndir í ritheimildum á 9. öld og þangað til þeir urðu staðalmyndir í rómönsum síðmiðalda. Stuðst er við frumheimildir frá ýmsum menningarsamfélögum, s.s. Rómarveldi, kalífaríkinu, Garðaríki og Norðurlöndum. Sérstaklega er hugað að því hvernig væringjar voru hluti af sköpun sjálfsmyndar í ólíkum samfélögum og á mismunandi tímum.

The Varangians. In God´s Holy Fire. Basingstoke: Palgrave Macmillan, 2020.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -    2018   - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

 

Kristur – Saga hugmyndar

Fjallar um upphaf rótgróinna hugmynda um Krist, hvernig þær mótuðust og af hverju þær eru svo eðlisólíkar. Rakið er hvernig hið sögulega minni um þessa máttugu persónu tók sífelldum breytingum fyrstu aldirnar. Sögusviðinu er lýst, samfélagi Gyðinga í Palestínu, en einnig hinum stærri heimi sem það tilheyrði, hinum grískumælandi hluta Rómaveldis. Greint er frá því hvernig hugmyndir um Krist tóku á sig staðlaða mynd og af hverju sum rit um ævi hans hlutu almenna viðurkenningu meðan öðrum var hafnað. Að lokum er fjallað um klofning kristinna manna í rétttrúaða og villutrúarmenn sem hefur mótað sögu þeirra.

Kristur saga hugmyndar. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2018.

Engin venjuleg verslun – Saga Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í 90 ár

Bókin er í þremur hlutum og segir frá sögu ÁTVR fyrstu 90 starfsár fyrirtækisins en lög um einkasölu ríkisins á áfengi voru samþykkt á Alþingi árið 1921 og tóku gildi í janúar 1922. Annar hluti (hluti Sverris Jakobssonar) fjallar um áfengismál á árunum 1935-1985.

Engin venjuleg verslun – Saga Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í 90 ár. Reykjavík: Vínbúðin ÁTVR, 2018

ÁTVR bók

 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -    2017   - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Routledge Research Companion to the Medieval Icelandic Sagas

Á síðastliðnum fimmtíu árum eða svo hafa orðið verulegar breytingar á sögurannsóknum. Allt frá því að leggja áherslu á uppruna og þróun sagnanna, í að beina öðrum sjónarhornum á sögurnar, svo sem eðli og gildi þeirra sem heimildir í hugmyndarfræði miðalda.

Í bókinni er lögð áhersla á þverfaglega nálgun á fræðirit síðustu fimmtíu ár. Sögurnar eru skoðaðar sem skáldfræðileg verk en einnig er litið á heimildagildi þeirra. Áhugamenn á forn norrænu, skandínavískum fræðimönnum miðalda og miðaldir yfir höfuð finna eflaust eitthvað við sitt hæfi í bókinni.

The Routledge Research Companion to the Medieval Icelandic Sagas. Ritstj. Ármann Jakobsson og Sverrir Jakobsson. London & New York: Routledge, 2017

The Routledge Research Companion to the Medieval Icelandic Sagas: 1st Edition (Hardback) book cover

 

Sturla Þórðarson (1214-1284) – Skald, Chieftain and Lawman

Í bókinni er fjallað um líf og ævi Sturlu Þórðarsonar sem var sagnaritari, skáld og lögsögumaður á Íslandi á 13. öld. Sturla var stórmerkur maður fyrir margar sakir. Hægt er að rekja ýmis dýrmæt miðaldahandrit til hans; Landnámabók, Íslendingasögu Sturlungu og Hákonar sögu Hákonarsonar. Að sama skapi er talið að Sturla hafi átt einhvern þátt í gerð lögbókarinnar Járnsíðu, auk annála og ef til vill einstakra Íslendingasagna. Ásamt því að vera merkur höfundur var Sturla jafnframt einn voldugasti maður Íslands um tíma. Árið 1262 fór hann til Noregs og heimsótti Magnús Hákonarson konung og gerðist handgenginn honum. Fyrir þær sakir skrifaði Sturla sögu Hákonar konungs og Magnúsar konungs. Frá árunum 1272–77 var Sturla lögmaður um allt land en síðar norðanlands og vestan til ársins 1282.

Sturla Þórðarson (1214-1284) – Skald, Chieftain and Lawman. Turnhout: Brill, 2017

Cover Sturla Þórðarson

 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -    2016   - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Auðnaróðal – Baráttan um Ísland 1096–1281

Á fáeinum áratugum tók íslenskt samfélag stakkaskiptum og varð eins og önnur evrópsk miðaldasamfélög. Valdabarátta höfðingja náði hámarki á árunum 1220–1264 sem hafa oft verið nefnd Sturlungaöld. Hér eru pólitísk átök þessara ófriðarára greind og sett í nýtt samhengi þar sem áhersla er lögð á hlutdeild fleiri en fáeinna höfðingja. Við sögu koma höfðingjar, húsfreyjur, vígamenn, frillur, fræðimenn, fróðleikskonur og flakkarar.

Auðnaróðal. Baráttan um Ísland 1096-1281. Reykjavík: Sögufélag, 2016.

Myndaniðurstaða fyrir auðnaróðal

 

Historical Dictionary of Iceland

Ísland ber helstu einkenni nútímalegs, frjálslynds lýðræðisríkis. Hröð nútímavæðing iðnaðar- og efnahagsmála hafa tryggt íbúum landsins lífsgæði sem eru á pari við þau hæstu í heiminum, auk skilvirks og háþróaðs heilbrigðiskerfis sem skilar sér í langlífi og einu lægsta hlutfalli ungbarnadauða á heimsvísu. Samt sem áður standa Íslendingar frammi fyrir miklum áskorunum þegar kemur að því að viðhalda sjálfstæði sínu.

Þessi þriðja útgáfa af Historical Dictionary of Iceland inniheldur lista yfir tímaröð helstu atburða, inngang og ítarlega heimildaskrá. Í orðabókarkaflanum eru listuð yfir 200 atriði um sögufræga einstaklinga, stjórnmál, efnahag, utanríkismál, trúarbrögð og menningu. Þessi bók hentar sérstaklega vel fyrir náms- og fagfólk, sem og alla þá sem vilja fræðast um Ísland.

Historical Dictionary of Iceland, 3. útgáfa (ásamt Guðmundi Hálfdanarsyni). Lanham: Rowman & Littlefield, 2016.

Historical Dictionary of Iceland

 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -    2015   - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Saga Breiðfirðinga I – Fólk og rými frá landnámi til plágunnar miklu

Saga Breiðfirðinga I er fyrsta bindið af þremur þar sem fjallað er um sögu Breiðafjarðar frá landnámi Íslands til um 1400. Í fyrsta bindinu er efninu skipt í þrjá meginhluta. Sá fyrsti fjallar um landnámið og elstu byggð á Breiðafjarðarsvæðinu fram til ársins 1148. Þá tekur „Sturlungaöld við Breiðafjörðinn við í öðrum hluta ritsins og í þeim þriðja víkur sögunni að „Breiðafirði undir skattlandsstjórn. Í ritinu er beint sjónum að öðruvísi  Íslandssögu, á skjön við hefðbundna þjóðarsögu og héraðssögu. Rannsóknin beinist að langtímaþróun á afmörkuðu og um margt sérstöku svæði.

Saga Breiðfirðinga I. Fólk og rými frá landnámi til um 1400. Reykjavík: Sagnfræðistofnun, 2015.

 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -    2013   - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Hákonar saga I–II, Íslenzk fornrit

Á árunum 1264–65 ritaði sagnaritarinn Sturla Þórðarson Hákonar sögu Hákonarsonar af beiðni Magnúsar konungs. Hákonar saga er ein merkasta heimild sem varðveitt er um sögu Noregs á 13. öld.

Íslenzk fornrit XXXI: Hákonar saga Hákonarsaga I. Böglunga saga. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 2013

Íslenzk fornrit XXXII: Hákonar saga Hákonarsaga II. Magnúss saga lagabætis. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 2013

 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -    2005   - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Við og veröldin – Heimsmynd Íslendinga 1100-1400

Fjallað er um heimsmynd í samhengi við íslenskt samfélag á tilteknum tíma, frá því að ritmenning breiðist út á Íslandi um 1100 og fram til 1400 þegar hún hefur tekið á sig allskýra drætti. Með heimsmynd er átt við kerfi til að lýsa heiminum, nánar tiltekið hinum sýnilega heimi og þeim sem hann byggja. Heimsmyndin ljær fyrirbærum í umhverfinu merkingu, setur þau í samhengi við eitthvað þekkt og áþreifanlegt. Í íslenskum miðaldaritum birtist heimsmynd þess útvalins hóps sem var ekki séríslensk, heldur átti samkenni með heimsmynd klerka og menntamanna annars staðar í hinum kristna heimi. Heimsmynd Íslendinga átti sér sérkenni en þau felast ekki síst í dugnaði Íslendinga við að tileinka sér kaþólska heimsmynd.