Ferilskrá

Védís Ragnheiðardóttir

Netfang: ver2 [hjá] hi.is


Menntun    

 • Núna      Háskóli Íslands

Stunda doktorsnám í íslenskum bókmenntum.

 • 2015      Háskóli Íslands

Lauk meistaranámi í íslenskum fræðum með ágætiseinkunn.            

 • 2011      Háskóli Íslands

Lauk BA-gráðu í íslensku með fyrstu einkunn.

 • 2007     Fjölbrautaskólinn við Ármúla

Lauk stúdentsprófi af málabraut með meðaleinkunn 9,2.


Starfsferill

 • Ágúst 2011 - núna      Verkefnavinna fyrir IVONA og Blindrafélagið - samtök blindra og sjónskertra á Íslandi

Vinna við gerð íslensks talgervils.

 • Maí 2010 - núna      Starfsmaður í verkefninu RAUN

Söfnun og úrvinnsla mállýskugagna í verkefninu RAUN - Málbreytingar í rauntíma á íslensku hljóðkerfi og setningagerð.

 • Mars 2010 - núna      Einkakennsla og prófarkalestur hjá Study.is

Einkakennari í íslenskri málfræði og bókmenntum hjá Study.is. Kenni grunn- og framhaldsskólanemum.

 • Febrúar 2010 - núna      Verkefnavinna fyrir Appen Butler Hill Inc.

Nokkur verkefni fyrir Appen Butler Hill Inc., m.a. sem ráðgjafi við gerð íslensks talgervils, söfnun reglna um greinarmerkjasetningu og setningalengd í íslensku og aðstoð við gerð sjálfsleiðréttingarforrits fyrir íslensku.

 •  Vormisseri 2010, 2011 og 2012      Aðstoðarkennsla við Háskóla Íslands

Aðstoðarkennsla í ÍSL203G (ÍSL407G) Íslensk hljóðfræði og hljóð­kerfisfræði.


Félagsstörf
           

 • Maí 2010 - núna      Meðlimur í ritstjórn Mímis

Meðlimur í ritstjórn Mímis, blaðs stúdenta í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands.

 • September 2010 – maí 2011      Bókaklúbbur Aflagranda

Hélt ásamt nokkrum nemum í íslensku við Háskóla Ísland utan um bókaklúbb eldri borgara í félagsmiðstöðinni Aflagranda.

 • September 2009 - apríl 2011       Ýmis störf á vegum Mímis

Ýmis störf á vegum Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands.

 • Nýnemafulltrúi skólaárið 2008/2009
 • Formaður skólaárið 2009/2010
 • Aðili í Rannsóknar og Mímisþingsnefnd skólaárið 2010/2011


Styrkir

 • Apríl 2012    Tekist á við yfirnáttúruna á Íslandi á miðöldum

Styrkur til að vinna meistararitgerð um samband kynferðis og hins yfirnáttúrulega í íslenskum rómönsum. Verkefnið er hluti af verkefninu Tekist á við yfirnáttúruna á Íslandi á miðöldum sem fékk styrk úr Rannsóknarsjóði Rannís.

 • Desember 2011     Styrkur úr Þorbjargarsjóði

Styrkur til náms úr styrktar- og minningarsjóði Þorbjargar Björnsdóttur.

 • Desember 2010      Verkefnastyrkur FS

Styrkur frá Félagsstofnun stúdenta til að vinna að lokaverkefni í BA-námi í íslensku við Háskóla Íslands.

 •  Sumar 2010      Nýsköpunarsjóður námsmanna

Styrkur til að vinna að verkefninu Við og heiðnu hundarnir: um þrjár gerðir Elís sögu og hin séríslensku sögulok.

Fyrirlestrar

 • Mímisþing 2012 ReykjavíkurAkademíunni

Þegar kvæði verður saga: nokkur orð um þýðingu kappakvæðisins Elye de Saint Gille yfir á norræna tungu.

 • Mímisþing 2010 ReykjavíkurAkademíunni

Litlar stelpur í hælaskóm - Prinsessur í nokkrum nýlegum barnabókum.

 • Stórveldið og bókmenntir smáríkisins ágúst 2010 Uppsölum, Svíþjóð

We and the Heathen Hound - Battle of the Self and the Other in Elís saga ok Rósamundu.