Grímsvatnagos

Freysteinn Sigmundsson, maí 22, 2011

Eldgos hófst í Grímsvötnum um kl. 18-19 þann 21. maí. Gosmökkurinn náði í um 17 km hæð í upphafi gossins, líklega meir en í nokkru öðru gosi á Íslandi síðan í Heklugosinu 1947. Upptaka af gosinu hér, og ljósmynd frá Þórdísi Högnadóttur úr yfirlitsflugi úr fjarska. Sjá upplýsingar á heimasíðu Jarðvísindastofnunar.

Ofan í Þríhnúkagíg

Freysteinn Sigmundsson, maí 3, 2011

Nýlega var sýndur á National Geographic Channel þáttur um rannsóknir á innri gerð íslenskra eldfjalla, þar sem m.a. var farið ofan í Þríhnúkagíg. Hann er einstætt náttúrufyrirbæri þar sem fara má 200 m ofan í kvikurás eldfjalls og skoða aðstæður þar með eigin augum. Ég og Haraldur Sigurðsson slógumst með í för. Sjá myndir og upptökur hér.  Umfjöllun í Daily Mail 3. maí:  hér

Grein í Nature

Freysteinn Sigmundsson, janúar 18, 2011

Mynd á forsíðu NatureÚt er komin grein í Nature - “Intrusion triggering of the Eyjafjallajökull explosive eruption”. Hreyfingar á yfirborði jarðar voru ákvarðar af mikilli nákvæmni með GPS-landmælingum og bylgjuvíxlmælingum úr gervitunglum. Þær niðurstöður voru svo notaðar til að ákvarða líkan af tilfærslu kviku undir eldfjallinu í tengslum við eldgosin tvö í Eyjafjallajökli fyrr á árinu. Hér má hlusta á viðtal sem Nature átti við Freystein.