Ég er læknir með sérfræðiréttindi í lyflækningum, innkirtla- og efnaskiptalækningum. Grunnmenntun mína í læknisfræði hlaut ég við Háskóla Íslands en framhaldsnám stundaði ég í Edinborg í Skotlandi. Auk stöðu minnar sem prófessor við læknadeild og forstöðumaður fræðigreinarinnar innkirtlalæknisfræði, gegni ég samhliða starfi á Landspítala. Ég var yfirlæknir innkirtlalækninga 2012 - 2024 en er nú forstöðulæknir bráða-, lyflækninga og endurhæfingarþjónustu Landspítalans.
Ég held úti kennsluvefnum www.innkirtlar.info sem er sérstaklega beint að læknanemum og pósta stöku sinnum á Facebook og Twitter/X sem @rafn_ben.
Hér eru tenglar á Google Scholar og ORCID síður mínar. Innkirtladeild Landspítalans er einnig með formlega heimasíðu og Facebook síðu.