Hver er ég?

Ég er læknir með sérfræðiréttindi í lyflækningum, innkirtla- og efnaskiptalækningum. Grunnmenntun mína í læknisfræði hlaut ég við Háskóla Íslands en framhaldsnám stundaði ég í Edinborg í Skotlandi. Auk stöðu minnar sem prófessor við læknadeild og forstöðumaður fræðigreinarinnar innkirtlalæknisfræði, gegni ég samhliða starfi yfirlæknis innkirtlalækninga á Landspítalanum. Ég kem innkirtlafræðum á framfæri á www.innkirtlar.info, á Facebook og Twitter sem @rafn_ben. Hér eru tenglar á Google Scholar og ORCID síður mínar. Innkirtladeild Landspítalans er einnig með formlega heimasíðu og Facebook síðu.