Lúsmý, maurar og fleiri dýr

Arnar Pálsson, 30/06/2023

Nýsköpunarsjóður námsmanna gerir fjórum líffræðinemar og BS líffræðingar kleift að verkefnum um skordýr á Íslandi við Líffræðistofu Háskóla Íslands nú í sumar.

Við höfum áður fjallað um maurarannsóknir en auk þess er kastljósinu nú beint að lúsmýi og ávaxtaflugum. Það eru nýlegir landnemar hérlendis. Lúsmýið er alræmt fyrir bit og almenn leiðindi, en ávaxtaflugur eru dýrkaðar og dáðar vegna fegurðar sinnar og fengileiks. Sumir eru reyndar smeykir við ávaxtaflugur, en þær bíta ekki fólk, bera ekki sjúkdóma og verða bara til ama ef þær verpa í bananann sem við gleymdum undir ískáp.

Í lúsmý verkefninu er ætlunin að kanna hvenær sumarsins þær koma fram, hvort um sé að ræða einn eða tvo toppa klaksins, hvaða búsvæðum flugurnar klekjast helst úr og hver dreifing þeirra á landsvísu er. Beitt verður aðferðum skordýrafræði og stofnerfðafræði. Hér að neðan eru myndir af klakgildrum og vettvangi rannsókna í Kjósinni.