Lokaverkefni nemenda

Ég tek gjarnan að mér að leiðbeina útskriftarnemum, hvort sem er innan mennta- eða hugvísinda. Helstu svið sem ég leiðbeini innan eru: Bókmenntir fyrri alda, þjóðsögur, ævintýri, nútímabókmenntir, ritlist.

 

Hér má sjá lista yfir lokaverkefni nemenda sem ég hef leiðbeint eða komið að sem sérfræðingur.

 

B.Ed.-verkefni

Hlíf Ásgeirsdóttir og Hildur Rós Guðbjargardóttir (2022). Samþættum íslensku við allar námsgreinar: Könnun á orðskilningi nemenda á samsettum orðum úr kennslubókum í samfélagsgreinum.

Sigurður Björn Hrútur Teitsson (2022). Umritun á Eldriti séra Jóns Steingrímssonar ásamt verkefnasafni.

Guðrún Elísa Ásbjörnsdóttir og Birta María Ómarsdóttir (2022). Hinsegin bókmenntakennsla: með hliðsjón af Sterk eftir Margréti Tryggvadóttur.

Aníta Hinriksdóttir (2021). Margar hliðar á sama teningnum: Tengsl skapandi skrifa, eflingar gagnrýninnar hugsunar og áhugahvatar nemenda í ritun.

Edda Björk Vatnsdal og Hafdís Helga Bjarnadóttir (2021). Fjölbreytni í fyrirrúmi: Nýting fjölbreyttara lesefnis í bókmenntakennslu á unglingastigi með grunnþætti menntunar að leiðarljósi.

Sunna Kristín Gunnlaugsdóttir (2021). Máttur bókmenntakennslu: Staða bókmenntakennslu í grunnskólum og gildi bókmennta fyrir börn og unglinga.

Fjóla Sigurðardóttir og Ragnheiður Daníelsdóttir (2021). Hvar er best að byrja? Kennsluleiðbeiningar og greinargerð.

Birta Rós Antonsdóttir (2021). Aukin skapandi skrif innan kennslustofunnar: Íslenska á grunn- og framhaldsskólastigi.

Arnar Páll Rúnarsson (2021). Sölvasaga unglings: Kennsluleiðbeiningar.

Arnar Helgi Magnússon (2020). Tekist á við óttann: Hryllingsbókmenntir í kennslu barna og unglinga.

 

M.Ed.-verkefni

Saga Hilma Sverrisdóttir (2022). Þjóðsögur fyrir börn: Námsefni ætlað leikskólastigi.

*Sem sérfræðingur: Hjalti Freyr Magnússon (2021). „Það litast svoldið af því hvað er til í bókakompunni“ Bókmenntaval á unglingastigi. Leiðbeinandi: Jón Yngvi Jóhannsson.

Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir (2020). Bókmenntakennsla: Kveikjum áhuga unglinga á bókum.