Rannsóknir

Í rannsóknum mínum hef ég einblínt á kenningar um skrímsl, jöðrun og afmennskun, auk þess að ég hef lagt stund á rannsóknir á hinu yfirskilvitlega í bókmenntum og heimsmynd fyrri og síðari alda. Í þessu sambandi hef ég töluvert skoðað þær fígúrur sem títtnefndar eru „blámenn“ í heimildum og hvernig þær eru afmennskaðar.

Ég vinn að fyrstu fræðilegu heildarútgáfu handritsins Narfeyrarbókar (AM 194 8vo) fyrir almenning, auk enskrar þýðingar á sama handriti fyrir erlenda fræðimenn.

Upplýsingar um rannsóknarritgerðir sem birst hafa eftir mig má finna undir ritaskrá á þessari síðu.