Ég hóf störf haustið 1987 við Kennaraháskóla Íslands (KHÍ), nú Menntavísindasvið Háskóla Íslands (MVS HÍ).
Ég gegndi ýmsum ábyrgðarstörfum við KHÍ, var kennslustjóri, forstöðumaður rannsóknarstofnunar, deildarforseti framhaldsdeildar og námsbrautarstjóri nokkurra námsbrauta. Ég átti ég sæti í ýmsum ráðum og nefndum í KHÍ, s.s. háskólaráði, deildarráðum og dómnefndum. Þá var ég starfandi aðstoðararrektor í eitt ár. Ég sat í Bologna nefnd Menntamáalaráðuneytisins og átti sæti í fýsileikanefnd og verkefnisstjórn sameiningar KHÍ og HÍ.
Ég var um árabil formaður á brautinni Menntastjórnun og matsfræði á MVS og hef starfað í gæðanefnd og aldarafmælisnefnd HÍ. Þá var ég formaður kennslumálanedar háskóalráðs til þriggja ára, frá 2014.
Ég sat í háskólaráði HÍ 2010-2012 sem fulltrúi háskólasamfélagsins og varaformaður ráðsins. Ég var endurkjörinn sem fulltrúi háskólasamfélagsins næsta tímabil, þ.e. frá 2012-2014.