Forsíða

Velkomin á þessa heimasíðu

Ég er prófessor í uppeldisgreinum með áherslu á eigindlega aðferðafræði rannsókna og barnavernd séð í samfélagslegu ljósi. Einnig er ég Associate Fellow við University of Warwick, Englandi. Ég kenni auk aðferðafræðinnar um samfélagsleg málefni sem tengjast skólastarfi, s.s. um barnavernd, rannsóknir meðal barna og tengsl samfélags og skóla.
Rannsóknir mínar hafa snert félagslegar aðstæður barna, kennaramenntun, kynjafræði og félagslegt hlutverk skólans. Ég hef áður skrifað um fósturbörn, konur og atvinnulíf og um sérfræðiþróun á sviði barnaverndar.
Síðast liðin ár hef ég stjórnað ég rannsókninni Þekking barna á ofbeldi á heimilum og unnið að henni ásamt 6 öðrum kennurum og nemendum á menntavísindasviði HÍ.

Um nokkurra ára skeið ég formaður Ís-FORSA, samtaka um rannsóknir í félagsráðgjöf á Íslandi og er fulltrúi félagsins í ritstjórn norræna tímaritsins Nordic Social Work Research 

Vinnuaðstaða mín er í stofu E- 403, (miðgangi), húsi Menntavísindasviðs við Stakkahlíð (vs. 525 5365).

Netfang : gkristd@hi.is
Hér má finna nánari upplýsingar um verkefni mín.