Rannsóknir og mat

Rannsóknir mínar hafa snert félagslegar aðstæður barna, kennaramenntun, kynjafræði og félagslegt hlutverk skólans. Ég hef áður skrifað um fósturbörn, konur og atvinnulíf og um sérfræðiþróun á sviði barnaverndar.

Rannsóknirnar hafa farið fram í samstarfi við fræðimenn hér á landi, á öllum Norðurlöndunum, í Ástralíu, Bandaríkjunum Englandi og Kanada.

Rannsóknarstyrkir frá rannsóknarsjóði (Rannís), rannsóknarsjóði KHÍ og HÍ, Norrænu ráðherranefndinni. Fyrri aðkoma að stjórnun rannsókna, stjórn Rannsóknarstofnunar Ármanns Snævarr, úthlutunarnefnd Rannsóknarsjóðs KHí,  stjórn rannsóknarsjóðs Barnaheilla. Ýmis önnur nefndaseta, s.s. um tíma í heiðurdoktoranefnd HÍ. 1990  - 1994: Í stjórn Förbundet för forskning i socialt arbete, sænsk landssamtök um félagsráðgjafarannsóknir og í stjórn Kvinnovetenskapligt Forum, sjálfstœð stofnun innan Umeå Universitet.

Síðast liðin ár hef ég stjórnað ég rannsókninni Þekking barna á ofbeldi á heimilum og unnið að henni ásamt fimm öðrum kennurum og nemendum á menntavísindasviði HÍ. Bók um heildarniðurstöður kom út hjá Háskólaútgáfunni 2014 með titlinum Ofbeldi á heimili með augum barna.

Ég vinn áfram úr gögnum þessarar rannsóknar og að nokkrum öðrum verkefnum.

 

Visindatímarit
Í ritstjórn Nordic Social Work Research frá stofnun þess 2011 – d.d. Útgef. Francis and Taylor.

Íslenskur ritstjóri tímaritsins Nordisk Socialt Arbeid (NSA) frá 1993 - 2003. Útgef. Scand Univ. Press.

Í sænskri ritstjórn sama tímarits 1990 – 1993.


Matsstörf
Sérfræðiráðgjöf við úttekt á dönskum kvennaathvörfum á vegum Socialstyrelsen, í samstarfi við Rambøll Consulting, Danmörku, 2012 – 2016.

Seta í dómnefndum vegna framgangs og stöðuveitinga við HÍ, háskóla í Englandi og Noregi og vegna umsókna um styrki fyrir NOS-H.
Opinber úttekt á 16 sænskum félagsráðgjafanámsbrautum 2009- 2010. Högskoleverket. Swedish National Agency for Higher Education.

Fagráð Rannís vegna hug- og félagsvísinda 2002 – 2005.

Mat á skólastarfi hér á landi.