Snorri Sturluson, fornfræðingur

Geir Þórarinsson, 28/08/2013

Það er alltaf gaman þegar spyrjendur tengja saman fornfræði og íslenska menningarsögu eins og þegar spurt er um þekkingu Snorra Sturlusonar á klassískum höfundum. Þá kemur oft ýmislegt afar áhugavert í ljós.

Úr hvaða ritum fékk Snorri Sturluson sína vitneskju um fljótið Tanais sem nú kallast Don?
og
Er hægt að leiða líkum að því að Snorri Sturluson hafi lesið landfræði grísk-rómverska landfræðingsins Strabons?