Hvers vegna dó latína út sem lifandi tungumál heillar þjóðar?
Öll tungumál breytast; engin kynslóð talar nákvæmlega eins og kynslóðin á undan. Þetta gildir ekki síður um íslensku heldur en önnur mál eins og frönsku og þýsku og taílensku. Á löngum tíma breyttist latína hægt og rólega og varð að rómönsku málunum sem klofnuðu og urðu ólík tungumál. Latína dó þess vegna ekki út sem móðurmál þjóðar, heldur hélt hún áfram að vera móðurmál fólks nógu lengi til þess að ná að breytast yfir í önnur mál um leið og málhafarnir urðu ólíkar þjóðir.
Hvers vegna dó latína út sem lifandi tungumál heillar þjóðar?