Category: Uncategorized

Um skiptingu heimspekinnar á miðöldum

Gunnar Harðarson, 29/05/2015

Ritgerðin ‘A Divisio Philosophiae in the Medieval Icelandic Manuscript GKS 1812 4o’ hefur verið birt í tímaritinu Cahiers de l’Institut de Moyen-Âge grec et latin 84 (2015), en tímaritið er gefið út af Centre for the Aristotelian Tradition við Saxo Institut í Kaupmannahafnarháskóla. Ritgerðin fjallar um mynd af heimspekinni sem varðveitt er í íslensku miðaldahandriti.

Um listheimspeki og Sókrates

Gunnar Harðarson, 27/04/2014

Fyrir nokkru gaf ég út Listhugtakið í heimspeki samtímans þar sem saman eru komnar á eina bók þýðingar á nokkrum lykilgreinum í listheimspeki 20. aldar ásamt inngangi sem setur þessar þýðingar í sögulegt og heimspekilegt samhengi.  Bókin er ætluð háskólanemum og öðru áhugafólki um listir og heimspeki.

Þá kom nýlega út bókin Hugsað með Platoni sem inniheldur fjölda greina frá samnefndu málþingi, þar á meðal eina sem ég skrifaði um Sókrates, en áður hef ég skrifað  grein í Ritið um Skýin og Málsvörn Sókratesar og aðra um Sókrates og áhrif samræðunnar sem birtist hér pósti á síðunni.

Forn og ný byggingarlist

Gunnar Harðarson, 10/09/2013

Í pistli á Hugrás fjalla ég stuttlega um fræðilegar forsendur þeirrar hugmyndar að reisa eftirlíkingu af miðaldadómkirkju í Skálholti og hvað í henni felst:

Miðaldakirkja í Skálholti?

Sókrates og mælskulistin

Gunnar Harðarson, 24/05/2011

Að því er segir á Heimspekivefnum færi ég í eftirfarandi pistli "rök fyrir því að tilgangur hinnar sígildu samræðulistar sé að kollvarpa bæði sannfæringunni og grundvelli hennar og sýna viðmælendunum fram á að þeir hafi fram að þessu lifað í einhvers konar blekkingu. Í raun framleiði samræðan aporíu, andstæðuna við sann færingu. Markmiðið sé að draga fram undrun gagnvart sjálfum sér og heiminum, en það er eitt grundvallarskilyrði heimspekinnar."

Sókrates, mælskulistin og áhrif samræðunnar

Húmanisminn

Gunnar Harðarson, 24/05/2011

Á Hugvísindaþingi 2010 flutti ég erindi um tilurð húmanismans, en þetta efni kenndi ég í námskeiðinu Heimspekileg forspjallsvísindi fyrir nokkrum árum. Erindið birtist í styttri gerð á Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs:

Petrarca og tilurð húmanískra fræða

Blásarasveitir

Gunnar Harðarson, 24/05/2011

Hér má lesa pistil um menningarfyrirbæri í upphafi tuttugustu aldar sem er af sama toga og svokölluð "bílskúrsbönd" í dag, en margir heimspekinemar eru einmitt í slíkum hljómsveitum:

Lúðrafélagið Harpa: 1910–2010

Konur í heimspeki

Gunnar Harðarson, 24/05/2011

Fyrir nokkrum árum var ég beðinn að skrifa eftirfarandi pistil á Vísindavefinn:

Hver var fyrsta konan sem var viðurkenndur heimspekingur? Hverjar eru þær helstu?