Finna þarf farveg fyrir rigningu og snjóbráð frá þökum, götum og görðum til þess að forðast flóð og vatnstjón í þéttbýli. Í æ ríkara mæli er horft til sjálfbærra lausna sem miðla vatni í náttúrulega farvegi. Urriðaholt í Garðabæ er fyrsta hverfið á Íslandi hannað með tilliti til sjálfbærra ofanvatnslausna sem stuðla að því að nægilegt vatn berist í Urriðavatnið.
Rannsóknin "sjálfbær regnvatnsstjórnun í köldu loftlsagi" hlaut 3 ára styrk úr verkefnissjóði Rannís árið 2018. Markmið rannsóknarinnar er að skilja betur snjóbráð og ísig vatns þar sem er tíð frost og þýða. Niðurstöður munu gegna lykilhlutverki í að tryggja farsæla hönnun og rekstur ofanvatnskerfa í þéttbýli í köldu loftslagi.
Rannsóknarmiðstöðin í Urriðaholti
Garðabær, Urriðaholt ehf.,Veðurstofa Íslands, og Háskóli Íslands, undirrituðu samstarfssamning um uppbyggingu rannsóknarmiðstöðvar á sviði blágrænna regnvatnslausna í Urriðaholti í Garðabæ í maí 2018. Urriðaholtið verður rannsóknarvettvangur fyrir vísindalegar rannsóknir á blágrænum regnvatnslausnum, og miðla niðurstöðum úr þeirri vinnu jafnt innan- og utanlands. Í lok árs 2018 reis ný veðurstöð fyrir Urriðaholt, gögnin má nálgast hér.
Vettvangsrannsóknir í Urriðaholti 2018-2020
Rannsóknarteymið
|
Þjálfun fagfólks
16 nemendur áhugasamir á umhverfismálum hafa fengið þjálfun í rannsóknaaðferðum beitt í þessum rannsóknum. Rannsóknir í Urriðaholti voru hluti af námskeiðunum UMV vatnsgæði (vor 2019), og UMV602M Fráveitur og skólphreinsun (Vor 2018) við Háskóla Íslands. Veturinn 2020 komu 7 BS nemendur og aðstoðuðu við feltvinnu, og fengu þannig innsýn í hvernig rannsóknir fara fram í felt, að hversu mörgu þarf að huga og hvernig oft getur verið erfitt að hrinda einfaldri hugmynd í framkvæmd utandyra.
Birtingar í alþjóðlegum vísindaritum
- Zaqout, T., Andradóttir, H.Ó. , and Sörensen, J. (samþykkt 2022). Trends in soil frost formation in a warming maritime climate and the impacts on urban flood risk, J. of Hydrology
- Zaqout, T., Andradóttir, H.Ó., and Arnalds, Ó. (2022). Infiltration capacity in urban areas undergoing frequent snow and freeze-thaw cycles: Implications on Sustainable Urban Drainage Systems, J. of Hydrology, 127495
- Zaqout, T. and Andradóttir, H.Ó. (2021). Hydrologic performance of grass swales in cold maritime climates: Impacts of frost, rain-on-snow and snow cover on flow and volume reduction, J. of Hydrology, 126159
- Andradóttir, H.Ó., Arnardóttir, A.R. and Zaqout, T. (2021). Rain on snow induced urban floods in cold maritime climate: Risk, indicators and trends, Hydrol. Proc., 14298
MS ritgerðir
Bjarni Haldórsson (2021). Influence of repeated freeze-thaw cycles on the infiltration of Icelandic Andosols. MS thesis, University of Iceland.
Anna Rut Arnardóttir. 2020. Winter Floods in Reykjavík: Coaction of Meteorological and Soil Conditions. Meistararitgerð, Háskóla Íslands