Sem hluta af kortlagningu STEM kennslu langaði mig að fá yfirsýn yfir námsefni í stærðfræði í grunnskóla. Það námsefni hef ég haft lítil kynni af en svo virðist sem kennarar séu mörg hver nokkuð ósátt við framboð MMS, sér í lagi á unglignastigi. Sérstaklega hef ég heyrt áhyggjur kennara af Skala-bókunum sem þeim þykir ófullnægjandi og hafa þau þá verið að grípa til Almenn stærðfræði bókanna. Þær eru þó ekki lengur í boði og hafa kennarar því verið að skiptast á skönnuðum útgáfum og nota það í kennslu.

Á grunnskólastigi eru sumsé í boði þrjár bókaraðir: Sproti fyrir yngsta stig, Stika fyrir miðstig og Skali fyrir unglingastig. Ég byrjaði á að skoða hvað tekið er fyrir í hverju fyrir sig:

Yngsta stig: Sproti

Sproti 1a

  • Flokkun
  • Talning
  • Form og mynstur
  • Tölurnar 1-3
  • Tölurnar 4-6

Sproti 1b

  • Tölurnar 7-10
  • Mælingar
  • Plús og mínus
  • Tölurnar 0-20
  • Form og myndir

Sproti 2a

  • Tölurnar 0-20
  • Samlagning og frádráttur með tölum upp í 20
  • Tölfræði
  • Lengdarmælingar
  • Tölur upp í 100
  • Samlagning og frádráttur

Sproti 2b

  • Samhverfa
  • Tvöfalt meira og helmingi minna - sléttar tölur og oddatölur
  • Reikningur með tölum upp í 100
  • Flatarmál
  • Reikningur
  • Marghyrningar og hringir
  • Rúmfræðiform

Sproti 3a

  • Upplýsingar og tölfræði
  • Þriggja stafa tölur
  • Mælingar
  • Tími
  • Rúmfræði
  • Margföldun 1
  • Deiling
  • Samhverfa

Sproti 3b

  • Kaup og sala
  • Talnaveiðar
  • Samlagning og frádráttur
  • Rúmfræði
  • Almenn brot
  • Margföldun 2
  • Reikningur
  • Hvar í rúðunetinu

Sproti 4a

  • Hnitakerfið
  • Tölur stærri en 1000 og minni en 0
  • Samlagning og frádráttur
  • Tími, klukka
  • Margföldun og deiling 1
  • Samhverfa og mynstur

Sproti 4b

  • Ummál og flatarmál
  • Margföldun og deiling 2
  • Mælingar og tugabrot
  • Almenn brot
  • Reikningur
  • Tölfræði

Stika 1a

  1. Heilar tölur
  2. Tölfræði
  3. Tugabrot
  4. Rúmfræði

Miðstig: Stika

Stika 1b

  1. Mælingar
  2. Almenn brot
  3. Margföldu og deiling
  4. Mynstur

Stika 2a

  1. Tölur og reikningur
  2. Líkur
  3. Tugabrot
  4. Rúmfræði

Stika 2b

  1. Mælingar
  2. Almenn brot
  3. Margföldun og deiling
  4. Hnitakerfi og hlutföll

Stika 3a

  1. Tölur
  2. Tölfræði og líkur
  3. Margföldun og deiling
  4. Rúmfræði

Stika 3b

  1. Mælingar
  2. Almenn brot og prósent
  3. Reikningur
  4. Mynstur og algebra

Skali 1a

  1. Tölur og reikningur
    • Hugarreikningur, slumpreikningur og blaðreikningur
    • Deilanleiki og þáttun
    • Tölur báðum megin við núll
    • Veldi
  2. Rúmfræði
    • Byggingarefni í rúmfræði
    • Rúmfræðiteikningar
    • Samhverfa og hliðrun
    • Hnitakerfið
  3. Almenn brot, tugabrot og prósenta

Skali 1b

  1. Tölfræði
    • Framsetning niðurstaða
    • Greining og útreikningar
    • Tölfræðilegar kannanir
  2. Algebra og jöfnur
    • Að rannsaka mynstur
    • Algebrustæður
    • Bókstafareikningur
    • Jöfnur

Skali 2a

  1. Talnareikningur
    • Prósent
    • Veldi og ferningsrót
    • Tugveldi og tölur á staðalformi
    • Talnamengi
  2. Föll
    • Línuleg föll – beinar línur
    • Empírísk og ólínuleg föll
  3. Mál og mælieiningar

Skali 2b

  1. Rúmfræði og útreikningar
    • Flatarmál og ummál
    • Rúmfræði hrings
    • Þrívíð rúmfræðiform
  2. Líkur og talningarfræði
    • Einfaldar líkur
    • Talningarfræði

Skali 3a

  1. Persónuleg fjármál
    • Launu, fjárhagsáætlun og bókhald
    • Lán og sparnaður
    • Virðisbreyting
  2. Rúmfræði og hönnun
    • Þríhyrningsútreikningar
    • Kort og mælikvarði
    • Fjarvíddarteikning
    • Tækni, list og arkitektúr
  3. Algebra og jöfnur
    • Línulegar jöfnur og línuleg jöfnuhneppi
    • Bókstafareikningur
    • Að leysa jöfnu með þáttun
    • Ferningsreglurnar og ójöfnur

Skali 3b

  1. Föll
    • Annars stigs föll
    • Öfugt hlutfall
  2. Líkindareikningurd
    • Frá reynslu til líkinda
    • Samsettar líkur, margir atburðir

Almenn stærðfræði

Á bókasafni Menntavísindasviðs eru líka gömul eintök af Almenn stærðfræði röðinni en hún er ekki sjáanleg á vef MMS lengur. Efnisyfirlit þeirra bóka er:

Almenn stærðfræði 7 (útg. 1989)

  1. Talnareikningur
    1. Náttúrulegar tölur
    2. Tugabrot
    3. Námundun
    4. Slummpreikningur
    5. Að leysa dæmi með vasareikni
    6. Almenn brot
  2. Prósentur
    1. Hundraðshlutar og prósentur
    2. Við ákveðum prósentuna
    3. Við vitum prósentuna
    4. Breytingar tilteknar í prósentum
    5. Hvað eru 100% mikið?
    6. Meira en 100%
    7. Breytiþáttur
  3. Rúmfræði
    1. Horn
    2. Horn í þríhyrningi
    3. Lengd á striki
    4. Flatarmál svæðis
  4. Stæður og jöfnur
    1. Stæður
    2. Hvað er átt við með jöfnu
    3. Aðferðir sem beitt er við að leysa jöfnur
    4. Óuppsettar jöfnur
  5. Brot
    1. Brot
    2. Samlagning og frádráttur
    3. Margföldun
    4. Deiling
    5. Blandaðar tölur
  6. Töflur og myndrit
    1. Að búa til töflu. Að teikna og túlka myndrit
    2. Skífurit

Almenn stærðfræði 8 (útg. 1988) eða Almenn stærðfræði II (8. prentun 3. útgáfu 2004)

  1. Talnareikningur
    1. Negatífar tölur
    2. Námundundargildi
    3. Prósentur
  2. Stórar og smáar tölur
    1. Veldi
    2. Tugveldi
  3. Hringurinn
    1. Ummál hrings
    2. Flatarmál hrings
    3. Ýmis dæmi
    4. Hringgeiri
    5. Rúmfræðiteikningar
  4. Algebra
    1. Stæður
    2. Einföldun á stæðum
    3. Jöfnur
    4. Formúlur
  5. Einslögun
    1. Hlutföll
    2. Einslögun
    3. Mælikvarði
  6. Hnitakerfi
    1. Hnit punkts
    2. Formúlur og gröf
  7. Tölfræði
    1. Myndrit
    2. Miðsækni
    3. Nokkur myndrit úr dagblöðum

Almenn stærðfræði 9 (1. útgáfa 1989)

  1. Líkindareikningur
    1. Hverjar eru líkurnar
    2. Einfaldar líkindatilraunir
    3. Endurteknar líkindatilraunir
    4. Líkur fundnar með tilraun
  2. Ferningar og ferningsrætur
    1. Ferningsrætur
    2. Rétthyrndir þríhyrningar
  3. Rúmmálsfræði
    1. Strendingar og sívalningar
    2. Pýramídar og keilur
    3. Kúla
    4. Ýmis hagnýt dæmi
  4. Stærðfræði í daglegu lífi
    • Fjárhagsáætlun - framfærslukostnaður
    • Bláfjöll
    • Búðu til marmelaðið
    • Borgar sig að baka kex heima?
    • Hvað notar þú mikla orku?
    • Vegalengd, hraði og tími
    • Bíll og stærðfræði
  5. Algebra
    1. Veldi
    2. Margliður
    3. Þáttun
    4. Ræðar stæður
  6. Jöfnur og jöfnuhneppi
    1. Jöfnur
    2. Jöfnuhneppi
  7. Sannanir í rúmfræði
    1. Horn
    2. Þríhyrningar
    3. Aljöfnun
    4. Einslögun
    5. Pýþagórasarregla