Ferilskrá

Menntun 2011             Doktorspróf í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallaði um nýsköpunarmennt í íslenskum grunnskólum. 2005     M.A. próf í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands 2003            Diplóma í nýsköpunarmennt frá Kennaraháskóla Íslands – metin hluti af M.A. 2001             Diplóma í smíðakennslu frá Kennaraháskóla Íslands 1978             B.Ed. kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands. Sérgreinar íslenska og danska. 1974             Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Tjörnina Starfsreynsla

  • Grunnskólakennari frá 1978 til 2006
  • Skólastjóri Gnúpverjaskóla  1991-92
  • Aðstoðarskólastjóri við Gnúpverjaskóla veturinn 2001-2002.
  • Ég hef kennt ýmsar námsgreinar við skólann sem er fámennur skóli með samkennslu árganga: myndmennt, samfélagsfræði, lestur, skrift, stærðfræði, kristinfræði, náttúrufræði, upplýsingatækni og síðustu tíu árin kenndi ég smíði og nýsköpun.
  • Kennsla á námskeiðum fyrir starfandi kennara frá 2003
  • Ég hef verið með kynningar, fræðslu og kennslu um nýsköpun víða á Íslandi og erlendis fyrir kennara, skólastjórnendur, kennaranema, stjórnmálasamtök, almenning og félagasamtök.
  • Stundakennari við Kennaraháskóla Íslands síðar Menntavísindasvið Háskóla Íslands frá 2008-2011.
  • Kennsla í framhaldsnámi í nýsköpunarmennt 2010 og kennslufræði 2011 og aðstoðarkennari í gunnnámi í aðferðafræði, kennslufræði og í alþjóðanámi.
  • 2010-2018 leiðsögn í meistaraprófsverkefnum. Frá 2010-2018 hafa 27 nemendur lokið meistaraprófsverkefnum undir minni leiðsögn.
  • Lektor í listum og skapandi starfi við Menntavísindsvið 2012.
  • Dósent frá 1.júlí 2015.