Um mig
Ég er sveitamaður, miðbæjarrotta, landfræðingur og trillukarl. Og margt fleira reyndar. Uppalinn á Mýrum í Hornafirði, en flutti til Reykjavíkur vegna náms og hef búið þar að mestu síðan, með nokkrum árum annars staðar í veröldinni: Á Nýja Sjálandi, í Ástralíu, á Papúa Nýju Gíneu og í Sierra Leone. Fræðilega séð telst ég mannvistarlandfræðingur, þótt aðgreiningin í náttúru- og mannvistarlandfræði sé frekar marklaus að mér finnst. Ýmis viðfangsefni mín hafa einmitt verið á mörkum náttúru og menningar. Rannsóknir mínar einkum snúist um þrennt: Þróun svæða eða byggðarlaga, sýn fólks á náttúruna, og landslagspólitík tengda orkumálum. En ég hef eiginlega áhuga á alls konar hlutum: Nú er ég t.d. með verkefni í gangi um tvíhjóla samgöngur í borgarumhverfi.
Háskólanám
- BS í landfræði frá Háskóla Íslands, 1987.
- MA í landfræði frá University of Auckland, 1990.
- PhD í mannvistarlandfræði frá Australian National University, 1997.
Viðurkenningar:
- University of Auckland – Cumberland Prize 1990
Námsstyrkir:
- Australian National University PhD-Scholarship, 1993-1997
- Overseas Postgraduate Research Scholarship (Australia), 1993-1997
Akademísk störf
- Prófessor við Háskóla Íslands frá 2006
- Dósent við Háskóla Íslands 2002–2006
- Kennsla í doktorsnámskeiðum við Universitetet i Oslo (1997), Universitetet i Tromsø (2004), Stockholms Universitet (2008) og Sveriges lantbruksuniversitet (2010)
- Lektor við Jarð- og landfræðiskor Háskóla Íslands 1997–2002
- Aðstoðarkennsla í mannvistarlandafræði, Australian National University, 1996
- Fastráðinn stundakennari við Jarð- og landfræðiskor Háskóla Íslands, 1991–1993
- Stundakennsla við Jarð- og landfræðiskor Háskóla Íslands, 1990
- Aðstoðarkennsla í mannvistarlandafræði, University of Auckland, 1989
- Aðstoðarkennsla í kortagerð við Jarð- og landfræðiskor Háskóla Íslands, 1987
Önnur störf
- Verkefnisstjóri Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans 2022–2023
- Kortagerðarmaður af og til
- Verkamannavinna (landbúnaður, fiskverkun, smíðar, verksmiðjustörf)