Ólafur Páll Jónsson
Ólafur Páll Jónsson er prófessor í heimspeki við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ólafur Páll vinnur á sviði heimspeki menntunar einkum kenninga um lýðræði og réttlæti, menntun til sjálfbærni og skóla án aðgreiningar. Hann hefur einnig gefið út greinar og bækur um heimspeki náttúrunnar, málspeki og heimspekilegrar rökfræði. Hann er höfundur bókanna Annáll um líf í annasömum heimi (Sæmundur, 2020), Sannfæring og rök (Háskólaútgáfan, 2016), Náttúra, vald og verðmæti (Hið íslenska bókmenntafélag, 2007), Lýðræði, réttlæti og menntun (Háskólaútgáfan, 2011) Fyrirlestrar um frumspeki (Háskólaútgáfan 2012) og Fjársjóðsleit í Granada (Draumórar, 2014) auk fjölda greina um ýmis efni. Hann hefur birt greinar í innlendum tímaritum, Hug, Ritinu og Skírni, og í erlendum tímaritum, m.a. Mind og Legal Theory.
English
Ólafur Páll Jónsson is a professor of philosophy at the School of Education, University of Iceland. He works on philosophy of education, mainly on theories of democracy and social justice, philosophy of nature, philosophy of language and philosophical logic. He is the author of several books on philosophy, Annáll um líf í annasömum heimi [A chronica of a life in a busy world] (Sæmundur, 2020), Sannfæring og rök [Conviction and argument] (University of Iceland Press, 2016), Lýðræði, réttlæti og menntun [Democracy, justice and education] (University of Iceland Press, 2011), Náttúra, vald og verðmæti [Nature, authority and value] (Icelandic literary society, 2007). He has also published one book for children, Fjársjóðsleit í Granada [Treasure hunt in Granada] (Draumórar, 2014) which has also been published in Spanish as Búsqueda del tesoro en Granada (Editorial Alhulia, 2016).