Samstarfsaðilar og tengsl erlendis

Er í virkum samskiptum við rannsakendur og rannsóknarhópa erlendis, þar á meðal:

Stofnun Michaels E. Porters við Harvard háskóla - samstarf bæði á sviði rannsókna og kennslu.

SCANCOR rannsóknarsetrið við Stanford háskóla - hef verið tengiliður Háskóla Íslands við þennan rannsóknarvettvang sem margir íslenskir háskólamenn hafa nýtt sér.

Nordic Academy of Management – er í stjórn þessarar akademíu sem starfrækt er af fræðimönnum og viðskiptaháskólum á Norðurlöndunum.

Á einnig í beinu samstarfi við ýmsa fræðimenn á Norðurlöndunum og víðar.