Málstofur

Næsta málstofa Rannsóknarmiðstöðvar stefnu og samkeppnishæfni er í undirbúningi og verður kynnt fljótlega.


Á Þjóðarspegli 2020 var Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni með málstofu um Rannsóknir á stefnu og samkeppnishæfni: Fyrirlesarar voru (1) Ragnheiður Birna Björnsdóttir með erindið "Við viljum leysa allt með tækni": Mótun og innleiðing stefnu hjá upplýsingatækni stjórnendum, (2) Arna Lára Jónsdóttir með erindið Sjávarútvegsklasi Vestfjarða: Tækifæri til nýsköpunar í fámennum dreifðum byggðum, (3) Ingibjörg Sigurðardóttir með erindið Samkeppnishæfni hestaferðaþjónustu á Íslandi og (4) Runólfur Smári Steinþórsson með erindið Klasar - bók um klasa.

Á Þjóðarspegli 2019 var Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni með málstofu um stefnu og samkeppnishæfni: Fyrirlesarar voru (1) Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir með erindið Stefna í reynd í íslensku fjármálafyrirtæki, (2) Hjörleifur Þórðarsson með erindið Umbylting á stefnu skipulagsheildar, (3) Ester Bíbí Ásgeirsdóttir með erindið Kvikmyndir, mannauður og samkeppnishæfni og (4) Sigfús Jónasson með erindið Samfélagsábyrgð og samkeppnishæfni.

Þann 9. apríl, 2019 var haldin málstofa Rannsóknarmiðstöðvar stefnu og samkeppnishæfni sem var sérstaklega ætluð meistaranemum. Fyrirlesari var Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir viðskiptafræðingur MS sem kynnti meistararitgerð sína sem hún vann á haustmisseri 2018. Titill ritgerðarinnar er Stefna í reynd í íslensku fjármálafyrirtæki: Straumlínustjórnun og breytingastjórnun sem starfshættir.


Þann 21. mars, 2019 var haldin málstofa Rannsóknarmiðstöðvar stefnu og samkeppnishæfni.  Fyrirlesari var Karl Friðriksson, forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og forsvarsmaður Framtíðarseturs Íslands. Fyrirlesturinn fjallaði um framtíðarfræði sem fag og tengingu þess við stefnumótun og nýsköpun.

Titill fyrirlestursins var: Framtíðarfræði - hvað er það?

Í kynningu á fyrirlestrinum kom fram: Það færist í vöxt að rætt sé um breytingar á ýmsum sviðum samfélagsins og að breytingarnar séu það umfangsmiklar að þær ógni núverandi skipan atvinnugreina og vinnumarkaðar. Áhrifin geta líka verið mikil á þjónustu fyrirtækja og hjá hinu opinbera. Með ofangreint sem útgangspunkt er í fyrirlestrinum fjallað um framtíðarfræði. Farið verður í framlag greinarinnar við varðandi það að greina á kerfisbundinn hátt hugsanlegar birtingarmyndir framtíðar, eða framtíðir. Farið verður yfir helstu aðferðir framtíðarfræða sem gera mögulegt að lágmarka áhættu við stefnumótun og nýsköpun.