Ráðstefnur

Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni mun standa fyrir árlegri ráðstefnu um stefnu og samkeppnishæfni, auk þess að leggja lið og taka þátt í ráðstefnum sem samstarfsaðilar standa fyrir.

Á árunum 2015, 2016 og 2017 var fulltrúi Rannsóknarmiðstöðvar stefnu og samkeppnishæfni með innlegg á árlegri ráðstefnu Klasaseturs Íslands. Einnig hefur fulltrúi rannsóknarmiðstöðvarinnar komið að ráðstefnunum Góðir stjórnarhættir - fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum, sem haldnar hafa verið árlega á vegum Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands á síðustu árum.

Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni hefur einnig skipulagt og haldið utan um sérstakar málstofur á bæði Vorráðstefnu Viðskiptafræðistofnunar (2017) og á síðasta Þjóðarspegli (2018).

Fyrsta árlega ráðstefna Rannsóknarmiðstöðvar stefnu og samkeppnishæfni er í undirbúningi og verður haldin um mánaðamótin október/nóvember 2019.


Ráðstefnan Góðir stjórnarhættir - fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum var haldin í Hátíðarsal Háskóla Íslands þ. 11. apríl s.l. Þema ráðstefnunnar var hæfni og hæfi stjórnarmanna. Frumkvöðull ráðstefnunnar og ráðstefnustjóri var dr. Eyþór Ívar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti. Fjölmargir tóku þátt í dagskrá ráðstefnunnar og lokaorðin átti dr. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor, undir yfirskriftinni: Hvað getum við gert betur?

©Kristinn Ingvarsson