Samstarfsaðilar

Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni á sér fyrirmyndir og samstarfsaðila bæði hérlendis og erlendis. Hvatinn að stofnun rannsóknarmiðstöðvarinnar voru þær fyrirmyndir sem finna má í samstarfi Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands og Institute for Strategy and Competitiveness við Harvard Business School og birtist í þátttöku deildarinnar í The MOC (Microeconomics of Competitiveness) Network en í því eru um 120 háskólar víða um heim. Kjarninn í MOC samstarfi Viðskiptafræðideildar og Stofnunar Michaels E. Porters, við Harvard Business School, er námskeiðið Samkeppnishæfni sem er meistaranámskeið sem er kennt við Háskóla Íslands. Umsjónarmenn og kennarar námskeiðsins eru Runólfur Smári Steinþórsson prófessor og Gylfi Magnússon dósent.

Meðal samstarfsaðila og bakhjarla Rannsóknarmiðstöðvar stefnu og samkeppnishæfni eru:

Center for Strategy and Competitiveness, við Stockholm School of Economics, Svíþjóð

Klasasetur Íslands, sem hefur aðsetur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands