Skólaganga

Frá vormisseri 2003: doktorsnám í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands.

2000–2003 – Háskóli Íslands, M.A.-nám í íslenskum bókmenntum. Lauk M.A.-prófi í febrúar 2003 með ágætiseinkunn (9,26). Lokaritgerð: „Rýnt í myrkrið í leit að litlum stjörnum: Íslenskar lausavísur frá 1400 til 1550“ (einkunn: 9,5).

1999–2000 – Háskóli Íslands, B.A.-nám í íslensku. Meðaleinkunn: 9,39.[1]

1997–1999 – Háskóli Íslands, Íslenska fyrir erlenda stúdenta. Lauk B.Ph.Isl.-prófi í júní 1999 með fyrstu einkunn. Lokaritgerð: „Merkingarfræðileg gerð af dróttkvæðum lausa­­vís­um. Lausavísur Kormáks Ögmundarsonar“ (einkunn: 9,5).

1993–1997 – Ríkisháskóli alþjóðasamskipta í Moskvu. Lauk B.A.-prófi í lögfræði (al­þjóða­rétti) vorið 1997 með ágætiseinkunn. B.A.-ritgerð um íslenskan höfundarrétt (ágætiseinkun). Auka­greinar: tungumálanám í spænsku (fjögur ár, ágætiseinkunn), ensku (þrjú ár, ágætis­­­einkunn) og íslensku (þrjú ár, ágætiseinkunn).

1989–1993 – Menntaskóli nr. 67 í Moskvu (tungumála- og bókmenntabraut).


[1] Athugasemd við B.A.-nám í íslensku við Háskóla Íslands: í mínu tilfelli var ein­göngu krafist 30 eininga í námskeiðum vegna þess að ég hafði lokið námi í Íslensku fyrir erlenda stúdenta og B.A.-námi í Moskvu. Að þeim 30 einingum loknum fór ég í meistaranám í íslenskum bókmennt­um án þess að taka B.A.-próf í íslensku.