Fjórðungi bregður til nafns: af uppnefndum genum og sérvisku erfðafræðinga

Arnar Pálsson, 03/08/2016

Fjórðungi bregður til nafns: af uppnefndum genum og sérvisku erfðafræðinga. Greinarkorn þetta birtist í Kímblaðinu í vor, sem gefið er út af BS-nemum í líffræði í tilefni af útskrift þeirra. Það var sérlega ánægjulegt að fá að skrifa á fyrsta Kímblað sem kemur út í fjölda ára.

-----

„Þú skalt heita Skuld“ sagði erfðafræðingurinn. Flugugreyið er forviða. Hún fæddist í ljómandi fínni túbu með systkinum sínum, þar sem hiti er jafn og notalegur, engir afræningjar og næg fæða. Hún veit ekki að hún er leiksoppur örlagavalda, sem kallast James Kennison og John Tamkun. Því síður að þeir voru ekki að nefna hana sjálfa, heldur gen sem hafði áhrif á þroskun (eins og skuld). Þeir einangruðu slatta af genum og höfðu greinilega lesið norræna goðafræði, því þrjú þeirra voru skírð Urdur (urd), verthandi (vtd) og skuld (skd). Örlaganornirnar Urður, Verðandi og Skuld spunnu þræði sem ákvörðuðu örlög manna. Á sama hátt tengjast þessi gen örlögum fruma í þroskun ávaxtaflugna.

Greinina í heild sinni má lesa á bloggi Fjórðungi bregður til nafns: af uppnefndum genum og sérvisku erfðafræðinga.