Tilnefningar óskast, fyrir heiðursverðlaun líffræðifélagsins

Dagana 26. - 28. október 2017 verður haldin haustráðstefna Líffræðifélags Íslands. http://biologia.is/liffraediradstefnan-2017/

Árið 2011 var tekinn upp sá siður hjá félaginu að heiðra líffræðinga fyrir góða frammistöðu. Nú verða þau verðlaun veitt í fjórða sinn.

Skipuð hefur verið valnefnd: Bjarni Kristófer Kristjánsson, Hrönn Egilsdóttir, Arnar Pálsson og Guðmundur Eggertsson, og óskar nefndin eftir tilnefningum frá félagsmönnum.

Veitt verða tvenn verðlaun: annars vegar verðlaun vegna vel lukkaðs ferils í líffræði og hinsvegar verðlaun til ungs og upprennandi líffræðings sem sýnt hefur góðan árangur við upphaf ferils síns.

Sendið tilnefningar til Bjarna: bjakk@holar.is

Um Arnar Pálsson

Arnar Palsson received his bachelor and Masters degrees from University of Iceland and Ph.D. from the Department of Genetics at North Carolina State University. He worked as post-doctoral fellow at the Department of Ecology and Evolution, University of Chicago.
Þessi færsla var birt undir General biology. Bókamerkja beinan tengil.