Category: Publications

(English) Preprint: Gene flow and habitat heterogeneity shape coexistence dynamics of Arctic charr morphs in connected lakes

Arnar Pálsson, 20/01/2025

Sorry this part has not been translated

(English) Preprint: Variation of tooth traits in ecologically specialized and sympatric morphs

Arnar Pálsson, 19/12/2024

Sorry this part has not been translated

Uppeldissvæði laxfiska í Þingvallavatni og tengdum ám

Arnar Pálsson, 09/12/2024

Uppeldissvæði laxfiska í Þingvallavatni og tengdum ám / Areas used by Salmonid juveniles in Lake Þingvallavatn and connected rivers. Guðbjörg Ósk Jónsdóttir, Benóný Jónsson, Magnús Jóhannsson og Arnar Pálsson.  (Náttúrufræðingurinn).

UPPELDISSVÆÐI SEIÐA og ungra fiska veita þeim athvarf og fæðu og eru því mikilvæg fyrir líf einstaklingsins, stofninn og tegundina sem heild. Í Þingvallavatni lifa tvær tegundir af ætt laxfiska, urriði (Salmo trutta) og bleikja (Salvelinus alpinus), sem á íslensku hafa samheitið silungur. Hafa umfangsmiklar rannsóknir verið stundaðar á fullorðnum einstaklingum þessara tegunda, en minna farið fyrir athugunum á seiða- og ungstigi tegundanna. Vegna mikilvægis uppeldissvæða fyrir fiskana og þýðingu þeirra fyrir líffræðilegan fjölbreytileika var ákveðið að leitast með rannsókn við að varpa ljósi á dreifingu og þéttleika bleikju og urriðaseiða í fjöruvist Þingvallavatns og straumvötnum sem tengjast vatninu. Spurt var:
1) Hvar í vatninu og tengdum ám finnast seiði þessara tegunda?
2) Hefur þéttleiki og dreifing seiða bleikju og/eða urriða breyst á síðustu tuttugu árum?
3) Er tenging milli umhverfisaðstæðna (ólífrænna (e. abiotic) og lífrænna (e. biotic) þátta) og tilvistar seiða?
Greind voru gögn úr vöktun Veiðimálastofnunar (nú Hafrannsóknastofnunar) í Þingvallavatni og nærliggjandi ám frá 2000 til 2021. Sumarið 2022 voru tíu svæði í Þingvallavatni könnuð, fiskar veiddir og mældir og umhverfisaðstæður kannaðar. Helstu niðurstöður eru að tegundirnar nýta ólík svæði. Urriðaseiði finnast helst í nærliggjandi ám og hefur þéttleiki aukist frá 2000 til 2021. Bleikjan er fyrst og fremst í vatninu sjálfu og hefur þéttleiki hennar lítið breyst, eða jafnvel aðeins dvínað. Árið 2022 fundust seiði á sex mögulegum uppeldissvæðum í Þingvallavatni. Á fjórum þeirra var bleikjan í miklum meirihluta en á tveimur var það urriðinn. Tegundirnar sköruðust lítið. Gróður á strandlengju var eini umhverfisþátturinn sem virtist hafa áhrif á það hvort seiði fundust. Í framhaldi af þessari rannsókn væri forvitnilegt að kanna nýtingu mismunandi afbrigða bleikju og arfgerða urriðans á ólíkum uppeldissvæðum og kanna samspil umhverfisþátta og gena við þroskun fullorðinna fiska og ýmsa eiginleika þeirra, svo sem stærð og fæðu- og búsvæðaatferli.

Eðli og uppbygging erfðaefnisins DNA – 70 ár frá uppgötvun 

Arnar Pálsson, 14/08/2024

Eðli og uppbygging erfðaefnisins DNA – 70 ár frá uppgötvun 

Nú birt í Skírni 

Inngangur 

DNA er erfðaefni allra lífvera á heimkynnum okkar, Jörðinni. Það endurspeglar sameiginlegan uppruna alls sem lifir og grundvallarlögmál erfða. Samsetning erfðaefnisins og bygging voru afhjúpuð á fyrstu sex áratugum síðustu aldar.1 Uppgötvunin á byggingu DNA hvílir á mörgum stoðum, aðferðum efnafræði og eðlisfræði, staðreyndum um efni og krafta, og einnig vísindalegu samstarfi og samtali. Í upphafi síðustu aldar höfðu orðið miklar framfarir í líffræði og tengdum greinum. Lögmál Mendels um eindaerfðir voru enduruppgötvuð, gen voru tengd litningum og í ljós kom með tilraunum að gen röðuðust upp á litninga (Guðmundur Eggertsson 2018). Þetta benti sterklega til að erfðaefnið væri þráður. Framfarir í efnafræði leiddu til þess að margvísleg frumefni og efnasambönd voru einangruð og eiginleikar þeirra rannsakaðir. Eðlisfræði kristalgreininga lagði grunn að greiningu á byggingu sameinda, m.a. lífrænna sameinda. En mikilvægasta forsendan var hin vísindalega aðferð með mótun afmarkaðra rannsóknarspurninga. Hugmyndir eru upphaf allra rannsókna, þaðan koma tilgáturnar sem vísindamenn reyna að prófa. Niðurstöðurnar eru síðan settar í samhengi, skipulagi er komið á þekkinguna í formi líkana. Líkönin geta verið munnleg, formleg eða jafnvel töluleg. Þessi líkön eru byggð á staðreyndum og þekkingu á eiginleikum eininga og krafta sem orka á þær. Í vísindum eru margar áskoranir. Ein þeirra er vitanlega að vita hvaða staðreyndir skipta máli og hvaða staðreyndir standa ekki undir nafni — eru jafnvel rangtúlkanir. Önnur áskorun er að finna rétta spurningu, og sú þriðja að vita hvernig sé best að nálgast hana þannig að rétt og afgerandi svar fáist. Framvinda vísinda er ekki bein braut, þótt hún virðist það stundum í baksýnisspeglinum. Uppgötvanir byggja á því að setja saman stykki, svipað og púsl í púsluspili. Nema hvað við vitum ekki myndina fyrirfram. Að auki vitum við ekki hvaða stykki tilheyra púslinu og hver öðrum púslum, stærð stykkja eða hlutföll. Til að bæta gráu ofan á svart eru einnig mörg röng púslustykki á sveimi, þ.e.a.s. atriði sem eru vitlaus (en álitin staðreyndir) eða rangtúlkanir á niðurstöðum tilrauna. Þessir atriði skiptu öll máli þegar bygging erfðaefnisins var uppgötvuð fyrir um 70 árum. Líkanið opnaði á margs konar rannsóknir í erfðafræði og skyldum greinum, en áratugi tók að sannreyna það til fullnustu. Frá upphafi síðustu aldar vatt fram rannsóknum á öðrum sviðum erfðafræðinnar sem reyndust nauðsynleg fyrir m.a. erfðatækni og kortlagningu gena. Í nútímanum er DNA tákn , — og sem slíkt bæði misskilið og rangtúlkað. DNA stendur ekki fyrir örlög. Því eiginleikar lífvera byggjast á samtvinnun erfða, umhverfis, ferla þroskunar og tilviljunar. Sagan af því hvernig bygging DNA var afhjúpuð, fjallar um eðli og eiginleika vísinda og þekkingarleitar, þar sem ekki er um að ræða fjársjóðsleit hugprúðrar hetju heldur flókið samspil margra vísindamanna, þar sem krókar, keldur og uppljómanir koma við sögu. 

 

(English) Diversity in the internal functional feeding elements of sympatric morphs of Arctic charr (Salvelinus alpinus)

Arnar Pálsson, 22/05/2024

Sorry this part has not been translated

(English) The prey availability and diet of juvenile Atlantic salmon (Salmo salar L.) in low-productivity rivers in northern Europe

Arnar Pálsson, 02/04/2024

Sorry this part has not been translated

(English) Symposium of Molecular Evolution: In Honor of Marty Kreitman’s Scientific Career

Arnar Pálsson, 06/03/2024

Sorry this part has not been translated

Diversity of bones - resubmission in progress

Arnar Pálsson, 07/02/2024

Sorry this part has not been translated

(English) Variation in personality shaped by evolutionary history, genotype and developmental plasticity in response to feeding modalities in the Arctic charr

Arnar Pálsson, 04/01/2024

Sorry this part has not been translated

(English) Variation in personality shaped by evolutionary history, genotype, and developmental plasticity

Arnar Pálsson, 14/11/2023

Sorry this part has not been translated