Um mig

Ég er prófessor í annarsmálsfræðum, deildarforseti Mála- og menningardeildar og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Ég hef átt sæti í Háskólaráði, stjórn Reiknistofnunar og  Landsbókasafns-Háskólasafns og er fulltrúi Íslands í undirbúningsnefnd UNESCO vegna áratugs frumbyggjamála.

Rannsóknir mínar lúta að fjöltyngi, sambýli tungumála og fjarkennslu tungumála og sambýli tungumála. Ég hef stýrt þróun Icelandic Online www.icelandiconline.com frá upphafi. Núna er ég ásamt Auði Hauksdóttur o.fl. að skoða nábýli heimamála og ensku og dönsku á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Verkefnið er styrkt af Nordplus Sprog.