Björn Þorsteinsson, doktor í heimspeki, fæddur 23. maí 1967 í Kaupmannahöfn.
Kvæntur Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur menningarfræðingi, rithöfundi og sýningarstjóra. Dætur okkar eru Snædís Björnsdóttir, bókmenntafræðingur og gagnrýnandi, Matthildur Björnsdóttir, nemi í listasögu, og Lena Charlotta Björnsdóttir, grunnskólanemi.
Foreldrar Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor emeritus í eðlisfræði og vísindasögu við Háskóla Íslands og Ingibjörg Björnsdóttir fv. fulltrúi í Norræna húsinu í Reykjavík.
Störf við rannsóknir og kennslu
2016–: prófessor í heimspeki við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði við Háskóla Íslands
2014–16: lektor í heimspeki við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands
2012–14: sérfræðingur við Heimspekistofnun Háskóla Íslands
2009–12: nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands
2007–09: sérfræðingur við Heimspekistofnun Háskóla Íslands
2004–14: stundakennsla við Hugvísindasvið og Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Endurmenntun Háskóla Íslands
Hef verið leiðbeinandi 59 nemenda við skrif BA-ritgerðar í heimspeki og aðalleiðbeinandi 12 nemenda við skrif MA-ritgerðar í heimspeki. Hef verið aðalleiðbeinandi tveggja útskrifaðra doktorsnema og þar að auki eru sex doktorsnemar nú í námi með mig sem aðalleiðbeinanda. Sit í doktorsnefnd fjögurra doktorsnema sem nú eru í námi og hef setið í doktorsnefnd fjögurra doktorsnema sem lokið hafa námi.
Prófgráður
2005: Doktor í heimspeki frá Université Paris VIII (Vincennes-St. Denis) í Frakklandi
2000: D.E.A. í heimspeki frá Université Paris VIII (Vincennes-St. Denis) í Frakklandi
1997: M.A. í heimspeki frá University of Ottawa/Université d’Ottawa í Kanada
1993: B.A. í heimspeki frá Háskóla Íslands
Stjórnunar- og trúnaðarstörf
2022–24 og 2016–18: fulltrúi á Háskólaþingi af hálfu Hugvísindasviðs Háskóla Íslands (varafulltrúi 2018–22 og 2024-26)
2022–24: fulltrúi Deildar heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði í jafnréttisnefnd Hugvísindasviðs Háskóla Íslands
2016–20: formaður námsbrautar í heimspeki við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands
2018–20: formaður kennslunefndar Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og fulltrúi sviðsins í kennslumálanefnd Háskóla Íslands
2017–: formaður stjórnar Heimspekisjóðs Brynjólfs Bjarnasonar
2016–17: fulltrúi Sagnfræði- og heimspekideildar í stefnumótunarhópi Hugvísindasviðs Háskóla Íslands
2016–17: formaður stjórnar Útgáfusjóðs Listaháskóla Íslands
2016–17: fulltrúi Hugvísindasviðs í Vísindanefnd Háskóla Íslands
2016–18: formaður fagráðs hugvísinda hjá Rannsóknasjóði Háskóla Íslands
2014–18: annar tveggja fulltrúa Íslands í framkvæmdastjórn samstarfsnetsins COST Action IS1307 New Materialism: Networking European Scholarship on ‘How Matter Comes to Matter’
2014–17 og 2003–12: stjórnarmaður í Norræna fyrirbærafræðifélaginu (Nordisk Selskab for Fænomenologi, Nordic Society for Phenomenology, NoSP)
2015–16: fulltrúi Hugvísindasviðs Háskóla Íslands í nefnd um úttekt á Matskerfi opinberra háskóla
2014–16: formaður stjórnar Heimspekistofnunar Háskóla Íslands
2010–17 og 2018–19: stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði
2008–10: formaður Félags áhugamanna um heimspeki
2007–08: starfsmaður kennslusviðs Háskóla Íslands við frágang umsóknar HÍ um viðurkenningu til menntamálaráðuneytis
2004–05: verkefnisstjóri á rektorsskrifstofu Háskóla Íslands, m.a. við undirbúning og skipulagningu Háskóla unga fólksins, auk aðstoðarmennsku hjá háskólarektor á sviði rannsókna og ritstarfa
1997–99 og 2006–08: gjaldkeri Félags áhugamanna um heimspeki
1992–93: ritari Félags áhugamanna um heimspeki
1991–92: formaður Soffíu, félags heimspekinema við Háskóla Íslands
Styrkir og rannsóknaverkefni
2023–: einn fimm verkefnisstjóra í rannsóknarverkefninu „Freedom to Make Sense“ sem hlaut öndvegisstyrk hjá Rannsóknasjóði (Rannís)
2020-: þátttakandi (meðleiðbeinandi doktorsnema) í rannsóknarverkefninu Intelligent Instruments undir stjórn Þórhalls Magnússonar sem hlaut styrk frá Evrópska rannsóknaráðinu (ERC)
2019–24: einn þriggja fulltrúa Hugvísindasviðs Háskóla Íslands í FEINART, Marie Sklodowska Curie-samstarfsneti styrktu af Horizon 2020-áætlun Evrópusambandsins
2020–23: þátttakandi í rannsóknarverkefninu „Mobilities on the Margins“, styrktu af Rannsóknasjóði (Rannís)
2018–20: verkefnisstjóri, ásamt Sigríði Þorgeirsdóttur og Donata Schoeller, í rannsóknarverkefninu „Líkamleg gagnrýnin hugsun“, styrktu af Rannsóknasjóði (Rannís)
2013: styrkur frá Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna
2012: starfsstyrkur frá Hagþenki
2009–12: nýdoktorastyrkur frá Háskóla Íslands
2007–09: verkefnisstjóri rannsóknarverkefnisins „Náttúran í ljósi fyrirbærafræði og austurlenskrar heimspeki“, styrkt af Rannís
2006: starfsstyrkur frá Hagþenki
2002: rannsóknanámsstyrkur frá Rannís
1999–2001: styrkur til háskólanáms í Frakklandi frá frönsku ríkisstjórninni (boursier du gouvernement français)
1994–96: styrkir til náms frá University of Ottawa
Ráðstefnuhald
2016: skipuleggjandi ráðstefnu Norræna fyrirbærafræðifélagsins í Háskóla Íslands 21.–23. apríl
2013: skipuleggjandi ráðstefnu Nordic Network for Kierkegaard Research í Háskóla Íslands 22.–24. maí
2011: skipuleggjandi ráðstefnu Norræna fyrirbærafræðifélagsins í Háskóla Íslands 28.–30. apríl
2010: skipuleggjandi ráðstefnunnar Junctures: Nature within/without in Eastern and Western thought í Háskóla Íslands 28. ágúst
2009: aðalskipuleggjandi ráðstefnunnar Náttúran í ljósaskiptunum í Háskóla Íslands 19. september
2006: aðalskipuleggjandi ráðstefnu Norræna fyrirbærafræðifélagsins í Háskóla Íslands 21.-23. apríl
1994: skipulagði ásamt öðrum ráðstefnu undir yfirskriftinni „Hvað er nútímaheimspeki?“ sem haldin var í Valhöll á Þingvöllum 4. júní
Ritstjórn og útgáfustörf
2011–15 og 2017–: í ritnefnd Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands
2009-12: nefndarmaður í ritrýninefnd Háskólaútgáfunnar
2008–10: ritstjóri Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands (ásamt Gauta Kristmannssyni og Ásdísi R. Magnúsdóttur)
2005–15: ritstjóri Lærdómsrita Hins íslenzka bókmenntafélags (ásamt Ólafi Páli Jónssyni til 2012 og ásamt Eyju Margréti Brynjarsdóttur frá 2014)
2004–07: ritstjóri Hugar: Tímarits um heimspeki
1997–99: ritstjóri hjá Máli og menningu, m.a. við ritstjórn Heimsatlass Máls og menningar
1988–90: í ritstjórn Íslenskrar alfræðiorðabókar Arnar og Örlygs