Ferill

Ég er menntuð í bókmenntafræði og enskum bókmenntum og doktor í íslensk-kanadískum bókmenntum frá Vrije Universiteit Amsterdam. Ég hef kennt við háskólana í Manitoba (Winnipeg, Kanada) og UCL (Lundúnum, Stóra Bretlandi) og í Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands síðan 2012, einkum í íslensku sem öðru máli og bókmenntafræði. Helstu rannsóknasvið mín hafa verið íslensk-kanadískar bókmenntir, bókmenntasaga, og íslenska sem annað og erfðamál, og á liðnum árum íslenskar hernámssögur, stríð og bókmenntir, minni og tráma, og samspil máls og menningar í erfðamálum og íslensku sem öðru máli.