Rannsóknir

 

Rannsóknasvið

 

Bókmenntir:

Íslenskar hernámssögur, Íslenskur skáldskapur á 20. og 21. öld, stríð og bókmenntir, minni og tráma, íslensk-kanadískar (vesturíslenskar) bókmenntir, kanadískar bókmenntir, minnihlutabókmenntir. Á öllum þessum sviðum beinist áhugi minn ekki síst að menningarlegum sjálfsmyndum og sjálfsmyndarsköpun, skoðaðar út frá þvermenningarlegu sjónarhorni. Áhugi minn á bókmenntum menningarlegra minnihlutahópa í kanadíska samhengi hefur á síðari árum þróast í áhuga á eyjabókmenntum, og einnig á hlutverki og miðlun Norðursins í bókmenntum

 

Mál og menning:

Íslenska sem annað og erfðamál, erfðamálsfæði, kennsluaðferðir í íslensku sem annars máls og erfðamáls, hlutverk menningar, bókmennta og sjálfsmyndar í kennslu og námi íslensku sem annars og erfðamáls