Í kjölfar kosningaréttar

Rannsóknarverkefnið Í kjölfar kosningaréttar. Félags- og menningarsöguleg rannsókn á konum sem pólitískum gerendum 1915-2015 fékk styrk úr Rannís árið 2017 en hafði áður fengið undirbúningsstyrk frá EDDU-öndvegissetri.

Við Ragnheiður Kristjánsdóttir prófessor erum stjórendur verkefnisins en ásamt okkur var dr. Þorgerður H. Þorvaldsdóttir sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni meðumsækjandi og sérfræðingur í verkefninu. Þorgerður lést 25. júlí 2020. Aðrir þáttakendur í rannsókninni eru Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir sagn- og listfræðingur, sem er að ljúka doktorsritgerð um orðræðu um listir og listakonur 1900–1960; Kristín Svava Tómasdóttir, sem vinnur að rannsóknum á gerendahæfni kvenna, kynverund og kynfrelsi; Ása Ester Sigurðardóttir sagnfræðingur, en MA-ritgerð hennar í sagnfræði árið 2022 fjallaði um pilluna á Íslandi á sjöunda og áttunda áratugi 20. aldar og áhrif hennar á gerendahæfni kvenna.

Ýmsir þræðir úr rannsókninni eru í bókinni Konur sem kjósa. Aldarsaga, sem kom út í október 2020, en einnig hafa birt greinar um rannsóknina, bæði hér og erlendis, auk þess sem við höfum hver um sig og stundum fleiri saman flutta fjölda fyrirlestra um efnið. Af því efni sem ég hef birt má nefna grein eftir okkur Ragnheiði Kristjánsdóttur í Sögu nr. 1 árið 2022, „Ósjálfráðu atkvæðin. Viðhorf til kvenkjósenda og heimakosningarnar 1923 og 1944“. Grein á ensku er í útgáfuferli. Þá birti ég grein í Sögu árið 2019: Sögulegir gerendur og aukapersónur. Kyngervi og sagnaritun þjóða(r)“, Saga 57:1 (2019), og í Skírni 2018: „Skór Jóns Sigurðssonar. Vangaveltur um kvenhetjur og þjóðhetjur”, Skírnir 192 (vor 2018).

Einnig má nefna stutta pistla á Hugrás og Vísindavefnum, sem tengjst rannsókninni beint og óbeint.:

„Breyttust réttindi kvenna eitthvað við stofnun lýðveldis á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 21. maí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=77503

„„Þeir létu Fjallkonuna hopa af hólmi“ – lýðveldishátíðin 1944 og veisluskrautið“, Hugrás.Vefrit Hugvísindasviðs, 28. júní, 2018. http://hugras.is/2018/06/letu-fjallkonuna-hopa-af-holmi-lydveldishatidin-1944-og-veisluskrautid/

„Hvaða réttindi höfðu konur á Íslandi árið 1918?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=75249.

„Saumavél eða vélbátur? Smávegis um söguna og ömmur“, Hugrás. Vefrit Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Birt 20. desember 2017, http://hugras.is/2017/12/saumavel-eda-velbatur-smavegis-um-soguna-og-ommur/

Kosningaréttur, kyngervi og gerendahæfni á dagskrá. Þorgerður, Erla Hulda og Ragnheiður í málstofu á ráðstefnu IFRWH, alþjóðasamtaka fræðimanna á sviði kvennasögu, sem haldin var við Simon Fraser University, Vancouver 9.–12. ágúst 2018.