Starfsferill

STARFSFERILL OG FAGLEG REYNSLA:

2020, frá 1. júlí. Prófessor við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

2018–2020 (1. júlí 2018–30. júní 2020). Dósent í sagnfræði (í kvenna- og kynjasögu) við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

2016–2018 (1. júli 2016-30. júní 2018). Lektor í sagnfræði (í kvenna- og kynjasögu) við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

2017-2018. Ritstjóri tímaritsins Sögu ásamt dr. Vilhelm Vilhelmssyni.

2015–2016. Sérfræðingur við Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands.

2006–2016. Stundakennsla við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

2015–2016. Í ritstjórn Sögu.

2014-2015. Gestafræðimaður við tungumáladeild háskólans Umeå Universitet, Svíþjóð, 27. október til 19. desember 2014 og 5. febrúar til 6. mars 2015, fyrir styrk frá Sænsku Akademíunni.

2014, 1. maí- 25. júlí, IASH Research Fellowship (rannsóknarfræðimaður) hjá Institute for Advanced Studies in the Humanites við The University of Edinburgh, www.iash.ed.ac.uk

2013–2014. Gestafræðimaður (Visiting Scholar) við félagsfræðideild Edinborgarháskóla (University of Edinburgh), 15. mars 2013 til 17. ágúst 2014 fyrir skv. ‘outgoing’ nýdoktorsstyrks frá Rannís (Start-programme). Heimastofnun var Hugvísindastofnun (Sagnfræðistofnun) Háskóla Íslands.

2013–2014. Nýdoktor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, 1. febrúar 2013 til 31. desember 2014.

2011-2012. Rannsóknarfræðimaður við ReykjavíkurAkademíuna, 1. desember 2011-1. desember 2012. Rannsóknarstyrkur frá norræna rannsóknarvekefninu Reading and writing from below: Toward a New Social History of Literacy in the Nordic Sphere During the Long Nineteenth Century.

2005–2011. Doktorsnám í sagnfræði við Háskóla Íslands.

2006–2009: Í stjórn Sögufélags.

2007–2009: Í stjórn Miðstöðvar um munnlega sögu.

2009–2013: Í stjórn Kvennasögusafns Íslands.

2005–2010: Doktorsnemi í öndvegisnetverkinu Cliohres.net (Creating Links and Innovative Overviews for a New History Research Agenda for the Citizens of a Growing Europe) sem styrkt var af 6. rammaáætlun Evrópusambandsins.

2002–2006: Í ráðgefandi ritnefnd Sögu.

2001–2005. Sérfræðingur hjá Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands. Staðgengill forstöðumanns um tíma.

2002-2005: Tók þátt, sem sérfræðingur hjá RIKK, í ATHENA II netverkinu sem styrkt var af Sókratesáætlun Evrópusambandsins.  .

2001–2005. Sjálfstætt starfandi fræðimaður. M.a. þáttagerð ásamt Ernu Sverrisdóttur bókmenntafræðingi þar sem unnið var með kvennasögulegt efni fyrir Ríkisútvarpið, Rás 1. Greinaskrif, ritstjórn og ýmis verkefni.

1996–2001. Forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands.

1994-1996. Þáttagerð um kvennasögulegt efni fyrir Ríkisútvarpið, rás 1, meðfram námi.

1995–1998: Í stjórn Sagnfræðingafélags Íslands. Formaður 1996-1998.

1990–1994. Skjalavörður hjá Sýslusafni Austur-Skaftafellssýslu Höfn (nú Menningarmiðstöð Hornafjarðar).     

1984-1990. Ýmis þjónustu- og umönnunarstörf.                                                        

Umtalsverð reynsla af skipulagningu akademískra viðburða og ráðstefna, bæði innlendum og alþjóðlegum. Einnig af því að kynna verkefni mín og störf á opinberum vettvangi, bæði í fyrirlestrum og t.d. útvarpi.