Kvennasaga á Sögubloggi
Hér að neðan eru titlar og hlekkir á þær bloggfærslur sem ég skrifaði á Sögublogg okkar hjóna 2013–2014. Flestar eru um kvennasögulegt efni og sagnfræði. Færslurnar voru nær allar skrifaðar meðan ég dvaldi sem gestafræðimaður í Edinborg og sumpart skrifaðar til þess að koma orðum að fræðilegum vangaveltum eða leit að heimildum - eða aðferð til þess að skrifa sagnfræði.
„Fjandinn í Edinborg og leitin að sýslumanninum“. Hér er rætt um Guðmund Pétursson sýslumann sem dó í Edinborg árið 1811 og leit mína að honum í skjalasöfnum og gömlum kirkjugarði. Birt 12. september 2013.
„María Skotadrottning“. Fjallað er um Maríu Stúart Skotadrottningu í tilefni af sýningu um ævi hennar í Þjóðminjsafni Skotlands í Edinborg. Birt. 27. september 2013.
„Súffragetturnar og handhafar sannleikans“. Fjallað er um deilur um súffragetturnar bresku, voru þær forhertir hryðjuverkamenn eða réttsýnar baráttukonur? Birt 12. október 2013. Hluti þessa bloggs endaði inni í grein á Hugrás.
„Hungangsboltarnir“ fjallar um upphaf kvennaknattspyrnu í Bretlandi. Birt 30. október 2013.
„Skikkanlegur forfaðir – Jóhannes Skeggjason“. Þar ræði ég forföður minn sem var vinnudrengur hjá Sigríði Pálsdóttur. Birt 15. nóvember 2013.
„'Engar mjúkar móðurhendur'. Guðný langamma“. Hér er fjallað um vinnu- og húskonuna Guðnýju Guðmundsdóttur langömmu mína. Birt 9. desember 2013.
„Sagan í bíó“. Skrifað eftir bíóferð, Þræll í 12 ár. Birt 16. janúar 2014.
„Fröken Ágústa“. Fjallar um Ágústu Johnsen (Grímsdóttur) sem var brautryðjandi í menntun kvenna á Íslandi. Birt 24. febrúar 2014.
„Elskað of mikið? Sagnfræðingurinn í verki sínu“. Fjallað um nálægð sagnfræðingsins við rannsóknarefni sitt (einstaklinga). Birt 21. mars 2014. Grunnur að grein sem birtist í Sögu 2015.
„Utangarðs eða innan“ er hugleiðing um kvennasögu, stöðu íslenskrar kvennasögu í alþjóðlegu samhengi ofl. Birt 4. apríl 2014. Hluti af pælingum sem enduðu inni í grein í tímaritinu Women's History Review 2018.
„Kómetur og skilderin“ fjallar um forföður minn Guðmund Jónsson prófast á Staðarstað. Birt 16. maí 2014.
„Tvö marklítil bréf“. Fjallar um hvað hefur sögulegt virði. Kvennasaga og Sigríður Pálsdóttir. Birt 25. maí 2014.
„Jarðeigandinn Valgerður og saga kvenna“ fjallar um Valgerði Jónsdóttur biskupsfrú og söguna. Birt 13. september 2014.
„Þórunn, Guðlaug eða Málmfríður“ fjallar um nafnarugl og sögu kvenna. Birt 19. október 2014.
„Gömul saga og ný. Hugleiðing um konur, sögu og framsetningu“. Skrifað í Umeå eftir að hafa farið á opnun/sýningu á nýju kvennasögusafni þar. Birt 23. nóvember 2014.