Codweb: Whole-genome sequencing uncovers extensive reticulations fueling adaptation among Atlantic, Arctic, and Pacific gadids

Þróun, innleiðing, kynblöndun og innlimun gena meðal þorskfiska. Ískóð og ísþorskur eru úthópur þorskfiska, en þorskfiskar eru undirstaða mikilvægustu fiskveiða í norður Atlantshafi og norður Kyrrahafi. Fyrir nokkrum milljónum ára nam forfaðir Atlantshafs þorskins nýtt búsvæði í Kyrrahafi og þróaðist í Kyrrahafsþorskinn. Skömmu síðar nam forfaðir Atlantshafs þorskins aftur búsvæði í Kyrrahafi og þróaðist í vagleygða ufsa, sem einnig er kallaður Alaska ufsi. Þessi lífvera breytti um vist með því að ná í gen með kynblöndun frá öðrum tegundum. Löngu síðar kom Kyrrahafsþorskurinn til baka og nam búsvæði við vestur Grænland og þróaðist í fjarðaþorsk við Grænland, einnig með því að fá gen með kynblöndun við aðrar tegundir, einkum Atlanshafsþorsk. Þorskfiskar eru tegundir sem einkennast af mikilli vistfræðilegri velgengni og sú velgengni er undirstaða getu þeirra til að vera mikilvægustu fiskveiðistofnar. Sá eiginleiki þeirra að geta numið ný búsvæði og vaxið og dafnað og orðið ríkjandi í vistkerfininu er líklega tilkomið vegna gena sem þeir hafa fengið með kynblöndun milli tegunda, sem gefur erfðabreytileika sem leyfir aðlögun að nýjum aðstæðum. Með hnattrænni hlýnun, bráðnun heimskautaíssins, og opnun Íshafsins má spá því að tegundir frá Norður Kyrrahafi og Norður Atlanthafi muni auka útbreiðslu sína og mætast og skarast í útbreiðslu. Þessi rannsókn sýnir að möguleiki er á frekari kynblöndun milli tegunda úr Kyrrahfi, Íshafi, og Atlantshafi sem mun hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir fjölbreytni lífvera.