Ferilskrá

Menntun

2013 Doktorspróf  í íslensku frá Háskóla Íslands

2008 BA-próf í íslensku og almennum málvísindum frá Háskóla Íslands

2006 MS-próf í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands

2004 BS-próf í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands

2000 Stúdentspróf af Eðlisfræðideild Menntaskólans í Reykjavík

Störf

Þann 1. september 2014 var ég ráðinn sem rannsóknarlektor við handritasvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Árin 2009-2014 þá ég laun og styrki úr Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs, Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands og tók að mér ýmis smærri verkefni.

Frá 2008 hef ég tekið að mér ýmislegt íslenskutengt dútl.

Árin 2007-2009 vann ég við forritun hjá Landsbókasafninu, ég fékkst meðal annars við tímaritavefinn og undirbúning að nýjum handritavef.

Árin 2005-2006 vann ég við forritun hjá Amazon.com í Bretlandi.

Sumarið 2004 vann ég hjá Lífeind við meistaraverkefnið mitt. Það gekk út á að leita að strengjum í erfðamengi mannsins.

Sumrin 2001-2003 starfaði ég í gagnaflutningsdeild Landssíma Íslands.

Veturinn 2000-2001 kenndi ég fjórða árs nemum í Kvennaskólanum eðlisfræði.

Sumrin 1999 og 2000 fékk ég styrk til þjálfunar í eðlisfræði fyrir IPHO-keppnina. Þessi ár var hún haldin á Ítalíu og í Bretlandi.

Á unglingsárum sinnti ég ýmiss konar verkamannavinnu.