Ferill

Ferill. Þetta er hluti af heimasíðuflækju Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar.

Fæddur 1. apríl 1954 á Akureyri en fluttist fjögurra ára gamall í Skútustaði í Mývatnssveit þar sem hann ólst upp og átti heima fram um þrítugt og svo aftur síðar að sumarlagi á námsárunum í Bandaríkjunum. (Síðasta uppfærsla: 22. janúar 2015.)

Menntun og próf á fagsviðum

Ph.D., Department of Curriculum and Instruction, University of Wisconsin, Madison, maí 1991. Ritgerð fjallar um menntaumbætur á Íslandi 1966–1991. Sagnfræðileg og félagsfræðileg úttekt á baráttu um menntahugmyndir, einkum þær sem mælt var með af skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins. Í ritgerðinni er stuðst við kenningaramma franska félags- og mannfræðingsins Pierre Bourdieu.

Námskeið til réttinda sem landvörður í þjóðgörðum og friðlöndum, Náttúruverndarráð, vorið 1985

Cand. mag., sagnfræði, Háskóli Íslands, júní 1983

Uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda, Háskóli Íslands, júlí 1980

BA, sagnfræði (60 ein.) og uppeldisfræði (31 ein.), Háskóli Íslands, október 1979

Stúdentspróf, Menntaskólinn á Akureyri, félagsfræðadeild, 1975

Landspróf miðskóla, Héraðsskólinn að Laugum, S.-Þing., 1971

Unglingapróf, Skútustaðaskóli, Mývatnssveit, 1969

Barnapróf, Skútustaðaskóli, Mývatnssveit, 1967

Nefndarstörf (frá 1995)

Hluti af starfi sem háskólakennari felst í setu í nefndum, innan og utan háskólans, um lengri eða skemmri tíma, skipuleggja ráðstefnur og sækja ráðstefnur og fundi um ólík efni. Hér á eftir fer skrá um helstu trúnaðarstörf.

Helstu trúnaðarstörf (frá 1995)

  1. Á vegum háskólans og skyld verkefni

Stjórnarmaður í Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs, 2012–2015

Verkefnisstjórn um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð, 2012–2014

Formaður stjórnar Þróunarsjóðs námsgagna, 2011–2015

Stjórn Rannsóknarstofum í kvenna- og kynjafræðum, 2011–2013

Stjórn Stofnunar Sæmundar fróða, 2011–

Ritstjóri Uppeldis og menntunar, 2011–2015

Fagráð menntavísinda, Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands, nóvember 2010–febrúar 2011; janúar 2015–

Brautarstjóri kennslufræðibrautar framhaldsskóla og háskóla, kennaradeild Háskóla Íslands, 1. júlí 2010–2012

Stjórnarmaður í Rannsóknarstofu um jafnrétti, kyngervi og menntun, 2010–2012

Vinnuhópur sem hittist nokkrum sinnum til að skilgreina hugtakið Jafnrétti sem grunnþátt í öllu skólastarfi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Nóvember til desember 2009.

Vinnuhópur sem hittist nokkrum sinnum til að skilgreina Menntun til sjálfbærni sem grunnþátt í öllu skólastarfi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Nóvember til desember 2009 og aftur í apríl 2011.

Aðalmaður í Jafnréttisráði, tilnefndur af Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, október 2009–janúar 2012

Varaformaður fastadómnefndar menntavísindasviðs Háskóla Íslands, 7. maí 2009–1. júlí 2010.

Stjórnarmaður í FUM, Félagi um menntarannsóknir, 2009–2011

Í ritstjórn Uppeldis og menntunar, 2009–; ritstjóri 2011–2015

Ráðgjafi menntamálaráðuneytisins við aðalnámskrárgerð, frá síðla árs 2008–2011

Stjórnarmaður í Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar, 2008–2014

Formaður faghóps í verkefninu Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum, maí 2008–nóvember 2009

Í stýrihópi GETU til aðgerða – menntun til sjálfbærni, rannsóknar- og þróunarverkefnis, apríl 2008–2011

Samráðsnefnd um framhaldsnám við HA, formaður, febrúar 2008–febrúar 2011

FJUST-nefnd í kennaradeild, 2007–2008 (starfshópur til að huga að fræðslu meðal kennara kennaradeildar HA um fötlun, jafnrétti og upplýsinga- og samskiptatækni)

Deildarforseti kennaradeildar HA, maí til júlí 2007

Starfshópur til að skoða kosti þess að sameina félagsvísinda- og lagadeild og kennaradeild HA, skipaður 24. ágúst 2006, lauk störfum í mars 2007

Stýrihópur vegna viðurkenninga á fræðasviðum Háskólans á Akureyri 2006–2007

Nefnd um uppbyggingu framhaldsnáms við HA 2006–2007 (lauk störfum í maí)

Staðgengill deildarforseta kennaradeildar HA frá 1. ágúst 2006–1. ágúst 2008

Formaður framtíðarstefnunefndar kennaradeildar HA 2006–janúar 2007

Áhættumatsnefnd í húsi HA í Þingvallastræti 23, ársbyrjun 2006–september 2006

Undirbúningshópur fyrir European Conference on Education Research í Genf 2006 (Network 23: Policy Studies and Politics of Education); tengiliður og formaður fyrir Network 23 sem undirbjó ráðstefnurnar í Ghent 2007 og Gautaborg 2008.

Brautarstjóri framhaldsbrautar kennaradeildar við HA 2004–2008 (fjögur ár)

Rannsóknarleyfanefnd við HA 2003–2005

Nefnd til að breyta reglum um vinnumat við HA, haustið 2002

Náms- og matsnefnd framhaldsbrautar kennaradeildar HA, formaður frá og með október 2002 til júlí 2003

Alþjóðastefnunefnd Háskólans á Akureyri, stofnuð í október 2002. Starfaði lítið og lognaðist út af um það leyti sem ég fór í rannsóknarorlof 2003.

Ráðgefandi ritnefnd (Editorial Board), European Educational Research Journal. Ársfjórðungslegt tímarit European Educational Research Association (EERA), aðgengilegt eingöngu í gegnum www.triangle.co.uk/EERJ. 2002–

Fulltrúi í undirbúningsnefnd fyrir stofnun Félags um menntarannsóknir (FUM, Icelandic Educational Research Association, IERA), janúar til febrúar 2002

Vinnuhópur um starfsmat félaga FHA annarra en kennara (þ.e. starfsfólks í stjórnsýslu og stoðþjónustu), haustmánuðir 2001

Undirbúningsnefnd vegna ráðstefnunnar Menntun í dreifbýli, Stórutjarnaskóla, 28. apríl 2001

Öryggisnefnd Háskólans á Akureyri 2001–2004

Alþjóðanefnd Háskólans á Akureyri 2000–2001

Ráðgjafi við stjórnsýsluúttekt á Borgarhólsskóla, Húsavík, 1999–2000. Á vegum Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri. Verkefnisstjóri Benedikt Sigurðarson.

Fagráð félagsvísinda hjá Rannsóknarráði, 1998–2001

Námsnefnd í kennaradeild, 1998–2000, formaður október 1999–ágúst 2000. Á tímabilinu fór fram meiriháttar endurskoðun á B.Ed.-námi.

Undirbúningsnefnd vegna ráðstefnu um Skólaþróun og listir, Reykjavík, 4.–5. júní 1998

Ritstjóri Árbókar Háskólans á Akureyri, 1997–2000 (sjá nánar Ritverk)

Ráðgjafarnefnd Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála, 1997–1998

Vinnumatsnefnd í HA, 1997, 1998

Starfandi varastjórn Samtaka fámennra skóla, 1996–1999, tengiliður í Háskólanum á Akureyri 1999–2002

Matsnefnd í kennaradeild HA, 1996–1998

Bókasafnsnefnd í HA, 1996–1998

Formaður starfsnefndar sem gerði tillögur um skipulag leikskólabrautar við kennaradeild HA, 1996

Ráðgjöf við vettvangsnám og æfingakennslu á grunnskólabraut kennaradeildar, 1995–1998

  1. Pólítísk trúnaðarstörf í félögum starfsvettvangi lítt eða ekki viðkomandi háskólastarfinu

Í dómnefnd Norrænu umhverfisverðlaunanna, 2009–2012

Varamaður í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs, 2007–2011 (starfandi í desember 2010–ágúst 2011)

Í svæðisráði norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, 2007–2011

Í samfélags- og mannréttindaráði Akureyrarbæjar, nóvember 2006–september 2008

Í jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrarbæjar, júní til nóvember 2006

Í nefnd sem hefur það hlutverk að vera umhverfisráðuneytinu til ráðgjafar við undirbúning Vatnajökulsþjóðgarðs, skipuð 30. nóvember 2005 og lauk störfum um ári síðar.

Í flokksráði Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs frá landsfundi 2005, endurkjörinn 2007 og 2009

Umboðsmaður framboðslista Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, í Norðausturkjördæmi við Alþingiskosningar 10. maí 2003

Varaáheyrnarfulltrúi í Samvinnunefnd um málefni miðhálendisins, 2003–2010 (þá var nefndin lögð niður)

Varamaður í stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, tilnefndur af bæjarstjórn, júní 2002–mars 2003

Formaður SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, 2000–, einnig gjaldkeri 2000–2002

Í stjórn Búseta húsnæðissamvinnufélags á Akureyri, 1996–2003, formaður 1998–2003

Dvöl við erlenda háskóla

Dvöl við Queensland-háskóla, Brisbane, mánður í nóvember-desember 2014

Dvöl við Wisconsinháskóla, Madison, ein og hálf vika í október–nóvember 2008

Kennaraskiptadvöl við Kennaraskóla ríkisins, Vínarborg, tveir dagar, 2009

Dvöl við John Carroll University, Cleveland, Ohio, vika í október 2008

Dvöl við Gautaborgarháskóla, þrjár vikur á haustmisseri 2008

Kennaraskiptaheimsókn við Edinborgarháskóla, 8.–15. október 2006

Dvöl við kennaradeild Wisconsinháskóla, Madison, apríl 2004

Dvöl í Edinborgarháskóla, Centre for Educational Sociology, í einn mánuð í september til október 2003

Kennaraskiptadvöl við Kennaraskóla ríkisins, Vínarborg, 7.–13. júní 2001

". Ráðstefna um menningartengda ferðaþjónustu, Hólum í Hjaltadal, 16. september 2000

Dvöl við kennaradeild Wisconsinháskóla í rannsóknarleyfi (University

of Wisconsin, Madison, tveir mánuðir í mars til maí 1999.

Námsdvöl við menntunarfræðideild Umeåháskóla í Svíþjóð, þrjár vikur í mars og maí 1998

Starfsferill

Formaður námsstjórnar um menntun framhaldsskólakennara, Háskóla Íslands, 2012–2015

Prófessor og brautarformaður kennslufræði framhaldsskóla við Háskóla Íslands frá 1. júlí 2010

Prófessor í menntunarfræðum við Háskólann á Akureyri frá 1. janúar 2004 (í láni við HÍ frá 2010-2014)

Dósent í uppeldisgreinum við Háskólann á Akureyri frá 1. mars 1997 til 1. janúar 2004

Lektor í uppeldisgreinum við Háskólann á Akureyri frá 1. ágúst 1995 til 1. mars 1997

Deildarstjóri ökunámsdeildar Umferðarráðs, 1. febrúar 1992 til 31. júlí 1995. Umsjón með námskrárgerð og ökuprófum, eftirlit með ökukennslu, ritstjórn námsefnis og margt fleira.

Stundakennari við Háskólann á Akureyri, kennaradeild, 1994

Stundakennari við Háskóla Íslands, félagsfræði, 1992, 1993, 2000, 2003

Stundakennari við Kennaraháskóla Íslands, almennt kennaranám, uppeldis- og kennslufræði fyrir framhaldsskólakennara, ökukennaranám, 1991–1992, 1994, 1995–1996

Námskeið í Project Learning Tree, Madison, Wisconsin, 1989–1991

Aðstoðarkennari (Teaching Assistant), Department of Curriculum and Instruction, University of Wisconsin, Madison. Haustmisseri 1988 til haustmisseris 1990. Starfið fólst í

  1. a) leiðsögn kennaranema í æfingakennslu í samfélagsfræði, náttúrufræði og stærðfræði í grunnskólum, og
  2. b) kennslu á seminari þar sem einkum var fjallað um umhverfisfræðslu og „multicultural" álitamál í skólastarfi.

Landvörður á vegum Náttúruverndarráðs í Þjóðgarðinum Jökulsárgljúfrum, 1989; á vegum Náttúruverndarráðs og Skútustaðahrepps í Mývatnssveit, 1987–1988, í afleysingum 1990; á vegum Náttúruverndarráðs í Þjóðgarðinum Skaftafelli 1985–1986

Námsefnishöfundur, skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins, 1983–1984; Námsgagnastofnun, 1985–1988 (sjá Ritverk)

Kennari, Menntaskólinn við Sund, 1982–1986 (helstu kennslugreinar: saga nýaldar, saga Íslands og samfélag á 20. öld, alþjóðastjórnmál og umfjöllun fjölmiðla um alþjóðamál); fulltrúi með félagsmálum nemenda skólaárið 1985–1986 og haustið 1986

Þátttaka í starfshópi um samfélagsfræði á vegum skólarannsóknadeildar menntamálaráðuneytisins 1982–1984. Sjá ritið Heimabyggðin

Forfallakennari, Valhúsaskóli, haustið 1979; Menntaskólinn við Hamrahlíð, vorið 1982

Kennari, unglingadeildir Breiðholtsskóla (helstu kennslugreinar: saga, íslenska), 1980–1981

Kennari, unglingadeildir Oddeyrarskóla (helstu kennslugreinar: saga, landafræði, íslenska, félagsfræði), 1975–1976

Verkamannastörf, Kísiliðjan við Mývatn, haustið 1971, sumarið 1974 og í ígripum

Landbúnaðarstörf að Skútustöðum, Mývatnssveit frá 1958–1988