Forsíða

Jóhanna Einarsdóttir (joein@hi.is) er prófessor í menntunarfræðum ungra barna við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún er einnig heiðursdoktor við Háskólann í Oulu í Finnlandi. Hún var forseti Menntavísindasviðs H.Í. 2013-2018.

Jóhanna hefur stundað rannsóknir í leik- og grunnskólum um árabil og ritað fjölda fræðigreina og bóka um efnið. Sérsvið hennar eru rannsóknir með börnum, samfella í námi barna og starfendarannsóknir. Hún er þátttakandi í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum, bæði sem rannsakandi og ráðgjafi. Árið 2018 hlaut hún viðurkenningu frá Illiniois-háskóla í Bandaríkjunum fyrir framlag sitt til rannsókna á menntun ungra barna (distinguish alumni award).

Nánar á Wikipedia:

https://is.wikipedia.org/wiki/J%C3%B3hanna_Einarsd%C3%B3ttir