Um mig

Karl Benediktsson

Ég er mannvistarlandfræðingur og rannsóknir mínar hafa einkum snúist um tvennt: Þróun svæða eða byggðarlaga og sýn fólks á náttúru og landslag. Undanfarið hef ég t.d. verið að skoða blessaða sauðkindina, sem er sannarlega hluti af íslensku landslagi og virkur mótandi þess, en líka hluti af menningunni. En ég hef áhuga á öðrum hlutum líka: Nú er ég t.d. með verkefni í gangi um skilyrði til hjólreiða í borgarumhverfinu. Við reynum að komast að því hvaða hlutir í umhverfi og umferð hvetja eða letja fólk til að nota reiðhjól sem samgöngutæki.

Háskólanám

 • BS í landfræði frá Háskóla Íslands, 1987.
 • MA í landfræði frá University of Auckland, 1990.
 • PhD í mannvistarlandfræði frá Australian National University, 1997.

Viðurkenningar:

 • University of Auckland – Cumberland Prize 1990

Námsstyrkir:

 • Australian National University PhD-Scholarship, 1993-1997
 • Overseas Postgraduate Research Scholarship (Australia), 1993-1997

Kennslustörf

 • Prófessor við Háskóla Íslands frá 2006
 • Dósent við Háskóla Íslands 2002–2006
 • ERASMUS-skiptikennari við Universitat Autònoma de Barcelona (1999) og Università degli studi "Gabriele d'Annunzio" Chieti Pescara (2009)
 • Kennsla í doktorsnámskeiðum við Universitetet i Oslo (1997), Universitetet i Tromsø (2004), Stockholms Universitet (2008) og Sveriges lantbruksuniversitet (2010)
 • Lektor við Jarð- og landfræðiskor Háskóla Íslands 1997–2002
 • Aðstoðarkennsla í mannvistarlandafræði, Australian National University, 1996
 • Fastráðinn stundakennari við Jarð- og landfræðiskor Háskóla Íslands, 1991–1993
 • Stundakennsla við Jarð- og landfræðiskor Háskóla Íslands, 1990
 • Aðstoðarkennsla í mannvistarlandafræði, University of Auckland, 1989
 • Aðstoðarkennsla í kortagerð við Jarð- og landfræðiskor Háskóla Íslands, 1987