Kennsla
Ég hef kennt ýmis námskeið í gegnum árin. Þau sem ég kem mest að um þessar mundir eru:
- Umhverfislandfræði: Náttúra, samfélag og sjálfbærni
- Sjónarhorn landfræðinnar
- Landslag og orkumál
Þetta er námskeið fyrir fólk á fyrsta ári í BS-námi í landfræði. Í því er leitast við að sýna hvernig umhverfismál eru alltaf samofin bæði ferlum í náttúrunni og samfélagslegum aðstæðum. Landfræðingar leitast við að taka hvort tveggja með í reikninginn þegar þeir fjalla um þessa hluti.
Í þessu námskeiði, sem er ætlað lengra komnum landfræðinemum, er stiklað á helstu dráttum í sögu landfræðinnar sem fræðigreinar. Gerð er grein fyrir þeim vísindaheimspekilegu straumum og stefnum sem eru mest áberandi í faginu um þessar mundir. Það er sannarlega engin kyrrstaða í faginu, heldur margt spennandi að gerast.
Námskeiðið er valnámskeið fyrir fólk á síðasta ári grunnnáms, sem og meistaranema. Það er opið nemendum úr fjölmörgum greinum auk landfræði. Áherslan er á hin ýmsu og ólíku landslagsáhrif sem uppbygging innviða fyrir endurnýjanlega orkugjafa hefur í för með sér. Kennt er á ensku.
Sjá nánar í kennsluskrá Háskóla Íslands.