Íslenska

Ég er forseti Menntavísindasviðs HÍ og dósent í tómstunda-og félagsmálfræði. Ég hef starfað við kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands frá árinu 2007. Ég lauk doktorsnámi í menntunarfræðum frá Háskóla Íslands árið 2012. Á árunum 2002-2007 starfaði ég sem verkefnastjóri, síðar deildarstjóri, við rekstur skóladagvista/frístundaheimila hjá Reykjavíkurborg.

Rannsóknir
Helstu rannsóknarsvið snúa að hlutverk frístundaheimila, menntastefnu og samþættingu skóla – og frístundastarfs. Ég fjalla einnig um fagmennsku og siðferðileg álitamál  í starfi, bæði í kennslu og rannsóknum.

Núverandi rannsóknarverkefni:
Leikur og nám barna: samstarf leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila

Lokin rannsóknarverkefni:

Samþætting skóla- og frístundastarfs. 2013-2017.
Hlutverk frístundaheimila fyrir 6-9 ára börn í Reykjavík. 2008-2012

Kennsla

Ég legg áherslu á fjölbreyttar kennsluaðferðir og að skapa lifandi samræður milli nemenda og kennara. Ég tel mikilvægt að efla gagnrýna hugsun nemenda og sjálfstæð vinnubrögð þeirra. Lesefni námskeiða þarf að endurspegla bæði klassískar kenningar, og nýjustu kenningar og rannsóknir. Þá þarf kennari að ná að tengja hið fræðilega sjónarhorn við samfélagsleg viðfangsefni nútímans. Fyrirlestrar varpa ljósi á átakalínur og vekja nemendur til umhugsunar um álitamál. Í kjölfar fyrirlestra er mikilvægt að skapa umræðuvettvang, annað hvort í smærri hópum eða á neti. Námsmat þarf að vera fjölbreytt og sanngjarnt. Í starfi mínu legg ég áherslu á að samþætta rannsóknir og kennslu.