Ég hef í nokkurn tíma verið óviss með hvar ég ætti að geyma hugleiðingar varðandi starfið í Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Við erum með Drupal vef sem ég hef sett á ófrágengnar síður og svo hef ég sett eitthvað af efni á notendasíðuna mína.

En hvorugt er sérlega þægilegt til notkunar og þaðanafsíður aðgengilegt.  Hvað þá öðrum en þótt mest af þessu er eingöngu mér sjálfum að gagni, kann að slysast eitthvað inn sem mögulega aðrir gætu haft gaman, ef ekki gagn, af. Reyndar var ég lengi búinn að íhuga að setja bloggið mitt aftur upp, en það bíður þess líklega að vefþjónninum verði komið á þægilegan lokastað.

Og það er verk sem bíður betri tíma.

Svo þegar ég slysaðist nýlega inn á bloggsíðuna hans Einars Guðmundssonar um Brot úr sögu raunvísinda á Íslandi datt mér í hug að þetta kynni að vera hinn ágætasti vettvangur. Sjáum hvernig það reynist.