Hugleiðingar við lestur fyrir fyrstu viku í NAF002 - Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum.
Kjarnaefni
Það eru forréttindi að kenna fullorðnum | namfullordinna.is
Áskorun: Hvers vegna kenna? Skrifaðu hjá þér nokkra punkta um það hvers vegna þú kennir fullorðnu fólki, eða stefnir á það að kenna fullorðnum. Þú gætir spáð í það, af hverju þú tókst að þér þetta verkefni, hvað þér finnst um það og hverju þú reiknar með. Kvíðir þú einhverju? Hlakkar þú til einhvers? Hvernig sérðu sjálfa/n þig fyrir þig í þessu hlutverki?
Ég kenndi í enskuskóla í Japan í um eitt og hálft ár og var það afar áhugaverð lífsreynsla. Ég var þá hættur í eðlisfræðinni og vissi að ég vildi helga mig einhverju sem snéri að samfélaginu beint, því mér þótti við ekki á réttri leið, þótt ég mér væri ekki ljóst á hvaða vettvangi ég ætti helst heima. Kennari í einni skólastofunni sem ég kenndi reglulega í hafði sett upp ýmislegt upp á vegginn í kennarahorninu, þar á meðal orðatiltækið „To teach is to change the world, one child at a time.“ Ég minnist þess sérstaklega að hafa hugsað að það sé bara allt of hægt fyrir minn smekk.
Ég skammast mín svolítið fyrir það því það má túlka sem dramb að ætla mér að vera eitthvað meira umkominn en annað fólk að ætla að kenna kennurum, en ég hugsa að ég hafi snemma fengið það á tilfinninguna að flöskuhálsinn/þröskuldurinn í þeim samfélagslegu breytingum sem ég tel að menntun eigi að stuðla að sé ekki í kennslu til stakra nemenda heldur í kennsluháttum eða öðru sem gagn sé í að styðja kennara við að innleiða.
Ég hugsa að það sé þetta sem olli því að ég hef gripið þau tækifæri til að styðja við starfsþróun kennara. Ég tel mig geta gert gagn en ég hef á tímum upplifað loddaralíðan en unnið úr henni á hátt sem rímar við annan texta á leslistanum, bókarkaflann From Teacher to Facilitator of Learning eftir Malcolm S. Knowles. Ég hef stillt mér upp sem leiðbeinanda eða lóðs fyrir fagfólk sem hefur reynslu og þekkingu sem ég bý ekki yfir, en ég get stutt við með minni þekkingu og reynslu.
Þetta tengist ágætlega næstu áskorun úr textanum:
Áskorun: Hvert er hlutverk þitt?
Spáðu í það hvernig þú sérð þitt hlutverk á þeim námskeiðum eða námsferlum sem þú kemur að? Skrifaðu nokkra punkta hjá þér og veltu fyrir þér hvaðan þú færð hugmyndirnar um hlutverk þitt. Hvers vegna ætli þú sjáir hlutverk þitt svona fyrir þér?
Hvaðan ég fæ þessar hugmyndir er ég ekki alveg viss. Ég hef hingað til sótt það að mestu úr reynslu mína og fyrirmyndir sem ég hef kynnst eða frétt af í minni vinnu, frekar en námi mínu eða lestri kennslufræðilegs efnis. Sýn mín á hlutverk mitt hugsa ég að mótast því helst af þeim verkefnum sem ég hef tekið mér fyrir.
Áskorun: Væntingar
Skrifaðu hjá þér nokkra punkta um hvað þú vonast til að fá út úr þessu námskeiði.
Það væri áhugavert að sjá hvað þú skrifar,bæði fyrir okkur og fyrir aðra þátttakendur á námskeiðinu. Póstaðu svarinu þínu með því að setja þrjú atriði sem þú skrifaðir hjá þér í reitinn hér fyrir neðan og smella á senda. Þannig færð þú að sjá væntingar annarra sem tóku námskeiðið á undan þér og við fáum að sjá hvaða væntingar þátttakendur hafa í upphafi. Kannski breytum við námskeiðinu…
Smelltu hér til að skrá væntingar þínar
Í fyrsta lagi: Kynnast kenningum og viðmiðum við miðlun til fullorðinna
Í öðru lagi: Móta hugmyndir mínar og fá endurgjöf á þá nálgun sem ég hef notað og er að móta við miðlun til fullorðinna
Í þriðja lagi: Sjá ólíkar nálganir og fá hugmyndir sem mér gagnast að vera meðvitaður um eða gætu gagnast mér beint
Annað lesefni
Hlutverk fullorðinsfræðara i samfélaginu | namfullordinna.is
Hugmyndin um fullorðinsfræðara sem fylgist með þörfum fagsamfélagsins og hefur skýrt umboð, kunnáttu, tæki, tól, samhengi og sambönd „sem nýtast til þess að koma góðum hlutum af stað“ rímar algerlega við hugmyndir mínar um verkefnastjóra starfsþróunar kennara. Að mínu mati þarf nokkrar stöður — hverja með sinn geira/námsgrein — sem geta stutt við hverja aðra, í anda námstjóra grunnskólanna áður en þeir voru færðir frá ríki til sveitarfélaganna.
Þegar ég renndi í gegnum athugasemdirnar fyrir neðan innleggið rak ég augun í eina sem talar um að hún sæi oft námskeið sem gaman væri að fara á, en hún komist ekki vegna þess að hún þarf þá að fá frí úr vinnu og jafnvel ferðast til borgarinnar. Þetta eru vandamál sem nauðsynlegt er að finna lausnir á.leysa úr.
Um notkun félagsmiðla í kennslu | namfullordinna.is
Þessi grein ber þess nokkuð skýrt merki að hafa verið rituð á gullöld (sam-)félagsmiðla meðan verkvangarnir virkuðu sem skildi. Síðan þá eru Facebook hópar hættir að deila efni til allra meðlima og áhöld um hvort markmiðum kennslu sé vel náð með notkun þeirra, m.a. vegna þess að ekki eru öll notendur miðilsins og einhver sem vilja gjarnan láta af því.
Hins vegar var áhugavert að sjá minnst á Wiki-hugbúnað en Kennarakvikan sem ég kom á laggirnar byggir einmitt á slíkum.