Doctoral defense, June 29 2021

My doctoral defense will be on June 29, 2021. The name of the thesis is "Life in Solitary: Anthropological Assumptions as Self-Fulfilling Prophecies" (pdf here)

The defense will be in Hátíðasalur in Aðalbygging at Háskoli Íslands from 13.00-15.00. It will probably also be streamed live at this link.

Here's the official announcement:

Þriðjudaginn 29. júní 2021 fer fram doktorsvörn við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Þá ver Ole Martin Sandberg doktorsritgerð sína í heimspeki, Life in Solitary: Anthropological Assumptions as Self-Fulfilling Prophecies. Vörnin fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl. 13.

Andmælendur við vörnina verða dr. S.M. Amadae, lektor við Háskólann í Helsinki, og dr. Hlynur Orri Stefánsson, dósent við Háskólann í Stokkhólmi.

Doktorsritgerðin var unnin undir leiðsögn dr. Sigríðar Þorgeirsdóttur, prófessors við Háskóla Íslands. Einnig voru í doktorsnefnd dr. Benjamin Franks, dósent við Háskólann í Glasgow, og dr. Mikkel Thorup, prófessor við Háskólann í Árósum. Steinunn Kristjánsdóttir, forseti Sagnfræði- og heimspekideildar, stjórnar athöfninni.

Um rannsóknina

Í doktorsritgerðinni rannsakar Ole hvernig staðhæfingar um manneðli hafa áhrif á stjórnmála- og hagfræðikenningar og hvernig þessar kenningar móta hegðun og sjálfsveru manna. Sjónum er beint að einstaklingsmiðuðum kenningum sem byggja á mynd af einstaklingum hverra langanir (e. preferences) eru óháðar öðrum. Í slíkum líkönum er tvennt sett fræðilega á oddinn, átök milli sjálfstæðra einstaklinga og ósennileiki samvinnu og trausts þeirra á milli. Þar af leiðandi er viss samfélagsleg og pólitísk skipan talin vera alger nauðsyn. Þetta viðhorf má sjá í heimspeki Hobbes og Rawls og í samfélagskenningu um skynsamlegt val (Rational Choice Theory) sem hefur verið grunnur nýklassískrar hagfræði og nýfrjálshyggjustefnu. Vandinn er ekki sá að þetta sé röng sýn á manneðlið heldur miklu frekar að hún hafi áhrif á sjálfsveru og hegðun fólks - að það sé hætta á að hún verði að virkri spá (e. self-fulfilling prophecy). Það gæti orðið tilfellið ef ein samfélagsskipan og samsvarandi hugmyndafræði yrðu allsráðandi, en veruleikinn er hins vegar sá að við gegnum ólíkum hlutverkum í mismunandi samböndum, sem geta af sér ólíkar gerðir sjálfsveru og skynsemi sem rekast á og verka hver á aðra með ófyrirsjáanlegum hætti.

Um doktorsefnið

Ole Martin Sandberg lauk BA- og MA-prófi í heimspeki frá Háskólanum í Suður-Danmörku. Hann kennir umhverfisheimspeki við Háskóla Íslands.

 

 

This entry was posted in news, Talks. Bookmark the permalink.